Hver eru launin?
Launarannsókn VR sýnir miðgildi launa og meðallaun í tilteknum störfum, bæði innan ákveðinna atvinnugreina og án tillits til atvinnugreina. Miðað er við laun fyrir september 2022 og eru birtar tölur bæði fyrir mánaðarlaun og heildarlaun.
Launarannsókn VR er gerð á Mínum síðum á vefnum undir heitinu Mín laun. Þær tölur sem hér eru birtar byggja á launum rúmlega 13 þúsund VR félaga sem skráð hafa starfsheiti og vinnutíma á Mínum síðum. Launatölur byggja eingöngu á launum félagsfólks í 100% starfshlutfalli eða meira.
Útreikningur launa byggir á félagsgjöldum, þ.e. eingöngu þeim launum sem greidd eru félagsgjöld af. Laun eru ekki birt nema svör tíu VR félaga eða fleiri standa þar að baki. Launatölum þar sem svör eru fá ber að taka með gát þar sem ekki er víst að þau séu lýsandi fyrir allan hópinn. Mánaðarlaun eru reiknuð á grundvelli heildarlauna og upplýsinga um fjölda yfirvinnustunda sem félagsfólk skráir á Mínum síðum þegar við á. Ekki er tekið tillit til menntunar, reynslu eða annarra slíkra þátta. Atvinnugreinaflokkun VR byggir á ÍSAT flokkun sem aðlöguð er þörfum VR.
Hvernig á að nota reiknivélina?
Launareiknivélin hér að neðan sýnir laun fyrir september 2022. Hægt er að skoða laun eftir starfsheitum eingöngu eða laun eftir starfsheitum innan atvinnugreina. Einnig er hægt að skoða laun eftir aldurshópum. Hafa verður í huga að laun eru ekki birt nema 10 svarendur standi að baki þeim og á það við um laun eftir aldri og atvinnugrein líka. Athugaðu að til að skipta á milli mánaðar- og heildarlauna þarf að smella á hnappinn Reikna eftir að búið er að velja. Með því að smella á plúsinn fyrir framan Launadreifing neðarlega á síðunni má sjá upplýsingar um launadreifingu, frá lægstu að hæstu launum.