Nýttu tímann!
Við viljum hjálpa þér að auka möguleika á að komast í nýtt starf!
VR býður upp á nýja þjónustu við félagsmenn sína sem standa á krossgötum á sínum starfsferli.
Atvinnuráðgjafar VR eru þaulreyndir í ráðningum og ráðgjöf og gefa félagsmönnum gagnlegar ábendingar sem nýtast strax.
1. Skoðum gögnin
Að vera með skýr, skilmerkileg og upplýsandi gögn getur oft gert gæfumuninn í starfsleit og er aðgöngumiði í atvinnuviðtal.
VR býður upp á ráðgjöf varðandi ferilskrárgerð, LinkedIn prófí, kynningarbréf ofl.
Við hvetjum þá félagsmenn sem vilja aðstoð með útlit, uppsetningu og innihald gagna til þess að senda tölvupóst á netfangið
atvinnumal@vr.is og við förum yfir málin.
2. Stöðumat
Að skipta um starf eða starfsvettvang getur reynt á taugarnar, úthaldið og þolinmæðina.
VR býður félagsmönnum upp á ráðgjöf varðandi stöðu viðkomandi á vinnumarkaði og
hvaða möguleikar eru í boði varðandi starfsleit sem og starfsmenntun.
Við hvetjum þá félagsmenn sem vilja ráðgjöf með starfsumsóknir og starfsleit til þess að senda tölvupóst á netfangið atvinnumal@vr.is og við förum yfir málin.
3. Æfingaviðtal
Að fara í atvinnuviðtal getur verið stressandi og margir upplifað sömu tilfinningu og að fara í próf.
VR býður félagsmönnum upp á æfingaviðtal þar sem settar eru upp aðstæður líkt og um raunverulegt atvinnuviðtal sé að ræða.
Í æfingaviðtalinu gefst félagmönnum tækifæri til þess að æfa sig og láta ljós sitt skína en fá jafnframt endurgjöf á viðtalið.
Við hvetjum þá félagsmenn sem vilja komast í æfingaviðtal að senda tölvupóst á netfangið atvinnumal@vr.is og við bókum viðtal.
Óbein þjónusta
- Fyrirlestrar VR
Smelltu hér til að skoða hópmarkþjálfun fyrir atvinnuleitendur með Erni Haraldssyni.
Smelltu hér til að skoða hópmarkþjálfun fyrir atvinnuleitendur með Kristínu Þórsdóttur. - Stutt myndbönd með fræðslu um viðtöl/atvinnuleit - Áætlað okt/nóv/des
- VR Hlaðvarpið – Væntanlegt
- VR Kaffistofan – Væntanlegt
Nathalía Druzin Halldórsdóttir er annar af atvinnuráðgjöfum VR. Smelltu hér til að lesa viðtal við hana sem birtist í 3 tbl. VR blaðsins 2020.