Gjaldþrot og launainnheimta

Félagsmenn VR geta leitað til félagsins vegna ýmissa mála sem m.a. varða ágreining við vinnuveitanda, ef fyrirtækið hættir skyndilega starfsemi eða fer í þrot. Á þessari síðu eru upplýsingar sem mikilvægt er að þú kynnir þér, standir þú frammi fyrir vanda af því tagi sem lýst er hér að ofan.

Einnig getur þú leitað til kjarasviðs VR í síma 510 1700 eða sent fyrirspurn til vr@vr.isSjá einnig mikilvægar upplýsingar um atvinnuleysisbætur og almennt um uppsögn og uppsagnarfrest.

Leit í gjaldþrotum

Síðustu skráðu gjaldþrot hjá VR

Launainnheimta

  • Í upphafi máls er mikilvægt að gefa ítarlegar upplýsingar um stöðu mála. Það sem fram þarf að koma er upphaf vinnusambands, við hvað var starfað, starfsstöð, starfshlutfall, umsamin launakjör og lok vinnusambands, ef við á.
  • Mikilvægt er að koma öllum skriflegum gögnum til VR strax í upphafi, s.s. ráðningarsamningi, launaseðlum, tímaskýrslum, uppsagnarbréfi, læknisvottorði og öðru þess háttar því það auðveldar og flýtir fyrir vinnslu málsins.
  • Aðstoð kjarasviðs VR felur í sér útreikning á kröfu ásamt hefðbundnum innheimtustörfum, félagsmönnum að kostnaðarlausu. Kjarasvið, í samráði við lögfræðing félagsins, áskilur sér þó rétt til að vísa kröfum félagsmanna frá, ef vafi þykir leika á réttmæti þeirra.
  • Rétt er að athuga hvort launagreiðandi hafi staðið skil á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgjöldum launþega. Ef svo er ekki verður að setja slíka kröfu i innheimtu hjá viðkomandi lífeyrissjóði.
  • Ef atvinnurekandi, sem kröfu er stefnt að, verður gjaldþrota meðan á innheimtuferli stendur er kröfunni lýst í þrotabúið (sjá kaflann Gjaldþrot hér að neðan). Í þeim tilfellum þegar launakrafan tekur yfir langt tímabil getur gjaldþrot haft töluverð áhrif á innheimtu hennar.
  • Ef þrotabú reynist eignalaust tryggir Ábyrgðarsjóður launa einungis launakröfur vegna síðustu þriggja mánaða í starfi auk allt að þremur mánuðum á uppsagnarfresti. Eldri kröfur falla því utan ábyrgðar og fást ekki greiddar.
  • Ágreiningsmálum sem ekki er hægt að leysa með hefðbundnu innheimtuferli er vísað til dómstóla. Lögfræðingur VR annast málareksturinn og er það félagsmönnum að kostnaðarlausu. Hins vegar ber að árétta að ef mál félagsmanns tapast fyrir dómi getur lögmannskostnaður gagnaðila fallið á félagsmanninn og tekur VR ekki þátt í þeim kostnaði.