Kjarasamningur VR og FÍS 2004

VR og FÍS undirrituðu þann 4. apríl 2004 nýjan kjarasamning. Samningurinn er hér birtur á pdf formi sem hægt er að prenta út.

Samkomulag VR og FÍS var undirritað 29. júní 2006.
  • Lágmarkslaun hækki í 130.000 frá og með 1. júlí 2006.
  • Þá beinir FÍS þeim eindregnu tilmælum til aðildarfyrirtækja sinna að þau noti tækifærið í komandi launaviðtölum og tryggi starfsmönnum, sem ekki hafa fengið launahækkanir umfram 2,5%% á síðustu tólf mánuðum, þau 3% sem uppá vantar til að þeir njóti sömu heildarlaunahækkana og samið var um fyrir aðra á almennum vinnumarkaði nýverið.

Samkomulag kjararáðs VR og FÍS 29. júní 2006 á pdf formi.

Samkomulag kjararáðs VR og FÍS í nóvember 2005

Í kjarasamningi sem gerður var á milli FÍS og VR/LÍV árið 2004 var heimild að frumkvæði annars hvors samningsaðila að kalla saman kjaranefnd skipaða tveimur fulltrúum frá hvorum aðila fyrst í nóvember 2005. Hlutverk nefndarinnar er að fara yfir framkvæmd kjarasamningsins, gera tillögur um breytingar á honum og meta launaþróun. Að ósk VR/LÍV var nefnd þessi kölluð saman og er nefndin sammála um að samningsforsendur hafi ekki staðist og á þeim grundvelli gerði aðildar með sér samkomulag. Í samkomulaginu felst meðal annars eftirfarandi:

  • Eigi síðar en 15. desember nk. greiðist 26 þúsund króna eingreiðsla til starfsmanna sem hafa verið í fullu starfi allt árið í sama fyrirtæki og eru í starfi síðustu viku nóvember eða fyrstu viku í desember. Þeir sem eru í hlutastarfi og uppfylla sömu skilyrði fá greitt í samræmi við starfshlutfall. Starfsfólk sem ekki hefur starfað allt árið hjá fyrirtækinu skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma sinn.
  • Vinnuveitenndur skulu ganga frá eftirfarandi launabreytingum í samkomulagi við starfsmenn sína eigi síðar en 1. júlí 2006:
    • Þeir starfsmenn, sem hófu störf hjá núverandi vinnuveitanda fyrir 1. janúar 2005 og hafa ekki fengið sem svarar til 5,6% launahækkunar að lágmarki á tímabilinu frá 1. nóvember 2004 til 30. júní 2006, skulu fá þá hækkun launa eða þann mismun, sem upp á vantar. 
    • Þeir starfsmenn sem hófu störf hjá núverandi vinnuveitanda eftir 1. janúar 2005 og hafa ekki fengið sem svarar til 2,5% launahækkunar að lágmarki á tímabilinu frá 1. janúar 2005 til 30. júní 2006, skulu fá þá hækkun launa eða þann mismun, sem upp á vantar.

Samkomulag kjararáðs VR og FÍS í nóvember 2005 á pdf formi.