Kjarasamningur VR og SA 2000

VR og Samtök atvinnulífsins undirrituðu kjarasamning þann 14. maí 2000. Gildistími samningsins er til 1. mars 2004. Í samningnum eru einnig birtir sérkjarasamningar vegna starfsfólks í apótekum, söluturnum, gestamóttökum og kvikmyndahúsum sem og sérkjarasamningar við Baug hf., Kaupás hf., Matbæ hf. og Samkaup hf.

Í mars árið 2001 undirrituðu VR og SA samning um hækkun desember- og orlofsuppbóta frá því sem samið var um í aðalkjarasamningi árið 2000.