Hækkum persónuafslátt

Stjórn VR hefur lagt til að festa með lögum að persónuafsláttur fylgi launavísitölu. Í ályktun stjórnar frá því í september árið 2017 beindi stjórnin þeim tilmælum til stjórnvalda að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990. Markmið VR er að lægstu laun verði skattfrjáls með hækkun persónuafsláttar.

Árið 1996 voru lágmarkslaun félagsmanna VR alls rúmlega 52 þúsund krónur. Skattleysismörk voru þá um 60 þúsund og lágmarkslaun þannig skattfrjáls. Frá þeim tíma hefur skattbyrði lægstu launa aukist jafnt og þétt og er nú svo komið að af lágmarkslaunum, sem í dag eru 300 þúsund krónur, er greiddur skattur rúmar 52 þúsund.

Dæmi:

Laun +300.000
Skattur  -52.492
Annar frádráttur -14.100
Útborgað 233.408

Árið 1990 voru lágmarkslaun fyrir 18 ára og eldri um 42 þúsund krónur. Það ár var persónuafslátturinn rúmlega 21 þúsund krónur. Persónuafslátturinn var þannig 51% af lágmarkstekjum.

Í dag eru lágmarkstekjur fyrir fullt starf 300 þúsund krónur og persónuafslátturinn er 53.895 krónur. Persónuafslátturinn er þannig aðeins um 18% af lágmarkstekjum.

Fræðslumyndbönd

Fréttir og greinaskrif

Kjarasamningar 2019