Fréttir og greinar

Við samþykkjum ekki kaupmáttarrýrnun

Þann 13. febrúar gerðu atvinnurekendur stéttarfélögunum fjórum sem átt hafa í kjarasamningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara – VR, Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og Verkalýðsfélagi Grindavíkur – tilboð um launahækkanir í komandi kjarasamningum. 

Lesa meira

Viðræður við SA án árangurs

Samninganefnd SA kom ekki með neitt nýtt tilboð á samningafundi sem haldinn var í dag. Í kjölfar þess var ákveðið að lýsa viðræðum okkar sem árangurslausum.

Stjórn VR mun funda í hádeginu á morgun, föstudaginn 22. febrúar, og ákveða næstu skref.

Lesa meira

Ef við lyftum gólfinu, lyftist þakið með
 - Grein úr 3. tbl VR blaðsins, 10.10 2018

Af hverju eiga menntaðir að berjast fyrir kjörum ómenntaðra og öfugt? Af hverju eiga hátekjuhópar að taka slaginn með lægri tekjuhópum? Af hverju í ósköpunum eiga þeir sem eru skuldlausir og séreignafólk að taka upp hanskann fyrir fólk á leigumarkaði?

 

Lesa meira

Kröfugerð VR samþykkt
- Frétt 15.10 2018

Á fundi trúnaðarráðs VR í kvöld, 15. október 2018, var kröfugerð félagsins fyrir komandi kjarasamningaviðræður samþykkt.

Í kröfugerðinni kemur fram að markmið með gerð kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR. Það sé því mikilvægt að bregðast við því misræmi sem sjá má í launaþróun þeirra hæst launuðu í þjóðfélaginu sem má meðal annars rekja til ákvörðunar kjararáðs árið 2016. VR telur mikilvægt að taka sérstakt tillit til stöðu þeirra sem hafa lægstu launin og leggur því til að samið verði um krónutöluhækkun.

Lesa meira

Aldrei svigrúm til launahækkana!
-Leiðari 4. tbl. VR blaðsins 2018

Mikil og óvægin umræða hefur skapast um kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar og hafa margir farið hamförum í dómsdagsspám sínum verði kröfum hennar mætt.

Skrúðpennar hagsmunaafla keppa nú í heimsleikum gífuryrða um skaðsemi nýrrar forystu. Ætla mætti á skrifum þeirra að frekja og svívirðileg framganga verkalýðshreyfingarinnar hafi aukið verðbólguvæntingar, fellt gengið og beri meira og minna ábyrgð á öllu því sem miður fer í íslensku samfélagi.

Lesa meira

Efnahagsyfirlit VR - Hvenær er svigrúm til að hækka launin?
- Frétt 13.12 2018

Í samningaviðræðum um kjarasamninga er iðulega rætt um svigrúm til launahækkana. Hversu mikið það er og hvernig það hefur þróast. Svigrúm fer eftir stöðu efnahags- og atvinnulífs hverju sinni og er óhætt að segja að launafólk og atvinnurekendur líti það ólíkum augum. Það virðist í raun ekki skipta máli hvort á Íslandi ríki góðæri eða djúp kreppa, atvinnurekendur sjá nánast aldrei svigrúm til launahækkana. 

Lesa meira

Kjaraviðræður halda áfram
- Frétt 17.1 2019

Á síðasta fundi samninganefndar VR með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness hjá ríkissáttasemjara í gær kom loks í ljós hvert svigrúm er til launahækkana að mati viðsemjenda okkar hjá Samtökum atvinnulífsins.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafði formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, sagt að viðræðuslit myndu blasa við ef viðsemjendur gefðu ekki upp afgerandi afstöðu til okkar krafna en þær hafa legið fyrir um nokkurt skeið. 

Lesa meira