Hér má sjá helstu niðurstöður könnunar meðal félagsmanna um áherslur í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum. Könnunin var gerð í ágúst og september 2018. Hún var rafræn og send til félagsmanna sem höfðu skráð netfang í félagakerfi VR. Fjöldi útsendra spurningalista var alls um 22 þúsund og fengust um 3.600 svör.

Könnuninni var skipt í þrennt: Áherslur VR gagnvart samtökum atvinnurekenda, áherslur verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum og annað sem svarendur vildu koma á framfæri.

Hér að neðan eru birtar helstu niðurstöður hvað varðar áherslur gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Niðurstöður eru vigtaðar með tilliti til aldurs og sýndar í heilum tölum, samtölur geta verið 99 - 100%. Í spurningum um áherslur gátu svarendur merkt við að hámarki þrjú atriði.

Niðurstöður könnunarinnar voru hafðar til hliðsjónar þegar trúnaðarráð VR mótaði kröfugerð félagsins en hún var endanlega samþykkt á fundi ráðsins þann 15. október 2018.

Hvað af eftirfarandi viltu að samninganefnd VR leggi mesta áherslu á gagnvart samtökum atvinnurekenda í næstu kjarasamningum? 

Hvaða áherslu tekur þú að VR eigi að hafa í næstu kjarasamningum um launahækkanir?

Hvað af eftirfarandi telur þú að leggja eigi mesta áherslu á í kjarasamningum til að efla réttindi félagsmanna VR?

Ef samið yrði um styttingu vinnuvikunnar, hvaða útfærsla myndi henta þér best?

Finnst þér að verkalýðshreyfingin eigi að leggja áherslu á kjarasamning til lengri eða skemmri tíma í komandi samningaviðræðum?

Hver eru eðlileg og sanngjörn skattleysismörk, að þínu mati? Skattleysismörk eru í dag kr. 151.978 krónur á mánuði og lágmarkstekjur eru kr. 300.000 á mánuði.

VR leggur áherslu á hækkun persónuafsláttar með það að markmiði að lægstu laun verði skattfrjáls. Hvaða leið telur þú henta best til að ná því markmiði?

Hvað af eftirfarandi viltu að verkalýðshreyfingin leggi mesta áherslu á gagnvart stjórnvöldum í tengslum við gerð næstu kjarasamninga?

Ertu hlynnt/ur eða andvíg/ur því að VR beiti sér í húsnæðismálum?