Hverjar eru launakröfur VR?

VR gerir kröfu um krónutöluhækkun launa sem hér segir:

  • Mánaðarlaun hækki um 42 þúsund krónur á árinu 2019
  • Mánaðarlaun hækki um 42 þúsund krónur á árinu 2020
  • Mánaðarlaun hækki um 41 þúsund krónur á árinu 2021.

Krafa VR gerir ráð fyrir því að ALLIR hækki um sömu krónutölu, burtséð frá launum. Heildarlaunahækkun á þriggja ára samningstíma er 125 þúsund krónur, þ.e. mánaðarlaun myndu hækka um 125 þúsund krónur frá því sem nú er.

Hvað þýða launakröfur VR fyrir VR félaga?

Tæplega helmingur félagsmanna VR er með laun á bilinu 500 þúsund til 800 þúsund krónur á mánuði. Hér er miðað við þá sem eru með laun yfir lágmarkslaunum. Meðallaun hjá VR eru 673 þúsund krónur á mánuði.
Hækkun samkvæmt kröfugerð VR yrði sem hér segir hjá þeim sem eru með laun frá 300 – 800 þúsund krónur á mánuði:

Laun á mánuði í dag Heildarhækkun í krónum Laun á mánuði eftir 3 ár Prósentuhækkun á ári í þrjú ár Prósentuhækkun, 3ja ára samningstími
300.000 125.000 425.000 12,3% 41,7%
400.000 125.000 525.000 9,5% 31,3%
500.000 125.000 625.000 7,7% 25,0%
600.000 125.000 725.000 6,5% 20,8%
700.000 125.000 825.000 5,6% 17,9%
800.000 125.000 925.000 5,0% 15,6%


Hvernig hljómaði tilboð Samtaka atvinnulífsins?

Um miðjan febrúar lögðu Samtök atvinnulífsins fram tilboð um launahækkanir sem VR og hin stéttarfélögin höfnuðu. Tilboðið hljóðaði upp á 15 þúsund króna hækkun mánaðarlauna á ári hverju upp að 600 þúsund krónum, auk fimm þúsund króna hækkun á taxta. Einstaklingar með 600 þúsund krónur í mánaðarlaun eða hærra fengju 2,5% hækkun launa á ári.

Hækkun samkvæmt tillögu SA hjá félagsmönnum með laun frá 300 – 800 þúsund krónur á mánuði yrði sem hér segir:

Laun á mánuði í dag Heildarhækkun í krónum Laun á mánuði eftir 3 ár Prósentuhækkun á ári í þrjú ár Prósentuhækkun, 3ja ára samningstími
300.000 45.000 345.000 4,8% 15,0%
400.000 45.000 445.000 3,6% 11,3%
500.000 45.000 545.000 2,9% 9,0%
600.000 46.134 646.134 2,5% 7,7%
700.000 53.823 753.823 2,5% 7,7%
800.000 61.513 861.513 2,5% 7,7%Miðað við spá Hagstofunnar um verðbólgu næstu þrjú árin hefði þetta tilboð falið í sér kaupmáttarrýrnun fyrir meirihluta VR félaga. Hagstofan spáir 3,8% verðbólgu á þessu ári, 3,3% á næsta ári og 2,9% árið 2021.

Hvernig hljómaði gagntilboð VR?

Stéttarfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins og lögðu fram gagntilboð. Það byggir einnig á krónutöluhækkun, 30 þúsund króna hækkun á ári næstu þrjú árin fyrir alla, auk 7.500 króna hækkun á taxta.

Allir yfir taxtalaunum fengju sömu krónutöluhækkun. Það þýðir að laun yfir 300 þúsund krónur á mánuði myndu hækka um 90 þúsund krónur á þriggja ára samningstíma. Taxtalaun myndu hækka um 22.500 krónur að auki á samningstímanum eða um 112.500 krónur.

Fyrir VR félaga á launum frá 300 – 800 þúsund krónur á mánuði (sem fengju 30 þúsund króna hækkun á ári) yrði niðurstaðan þessi:

Laun á mánuði í dag Heildarhækkun í krónum Laun á mánuði eftir 3 ár Prósentuhækkun á ári í þrjú ár Prósentuhækkun, 3ja ára samningstími
300.000 90.000 390.000 9,1% 30,0%
400.000 90.000 490.000 7,0% 22,5%
500.000 90.000 590.000 5,7% 18,0%
600.000 90.000 690.000 4,8% 15,0%
700.000 90.000 790.000 4,1% 12,9%
800.000 90.000 890.000 3,6% 11,3%

 

Launakröfur VR - prentvæn útgáfa