Félagsmenn VR samþykkja verkfallsboðun

Félagsmenn VR samþykktu verkfallsboðun í rafrænni atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Á kjörskrá voru 959 félagsmenn VR og alls greiddu 578 þeirra atkvæði. 52,25% (302 atkvæði) samþykktu verkfallsaðgerðir en 45,33% (262 atkvæði) voru á móti. 2,42% (14 atkvæði) tóku ekki afstöðu.

Verkföllum hefur verið aflýst, sjá frétt hér.

Hverjir eru að fara í verkfall?

Félagsmenn VR sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Sjá lista yfir hótelin hér að neðan. 

Verkfallsaðgerðir verða á eftirfarandi dögum:

1. Frá klukkan 00:01 til klukkan 23:59 þann 22. mars 2019 (1 dagur)
2. Frá klukkan 00:01 þann 28. mars 2019 til klukkan 23:59 þann 29. mars 2019 (2 dagar) - AFLÝST
3. Frá klukkan 00:01 þann 3. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 5. apríl 2019 (3 dagar) - AFLÝST
4. Frá klukkan 00:01 þann 9. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 11. apríl 2019 (3 dagar) - AFLÝST
5. Frá klukkan 00:01 þann 15. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 17. apríl 2019 (3 dagar) - AFLÝST
6. Frá klukkan 00:01 þann 23. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 25. apríl 2019 (3 dagar) - AFLÝST
7. Ótímabundin vinnustöðvun frá klukkan 00:01 þann 1. maí 2019. - AFLÝST

Greiðslur úr Vinnudeilusjóði

Vegna verkfallsboðunar á hótelum og hópbifreiðafyrirtækjum um verkföll sem hefjast hefjast eiga seinnihluta marsmánaðar 2019, verður starfandi félagsmönnum VR hjá viðkomandi fyrirtækjum greiddur styrkur úr Vinnudeilusjóði VR vegna tapaðra launa þá daga sem verkföll standa yfir.
Laun verða fundin með því að taka 6 mánaða meðaltal launa samkvæmt skilum í kerfum VR.
Hver og einn félagsmaður sem um ræðir skal sjálfur sækja um greiðslur úr Vinnudeilusjóði VR í sérstöku kerfi sem sett verður á Mínar síður á vef félagsins. Um er að ræða styrk án launatengdra gjalda að frádreginni staðgreiðslu skatta, ekki hefðbundin laun.

Frestur til að sækja um styrkgreiðslu úr Vinnudeilusjóði VR verður 30 dögum frá því að útborgun launa hefði átt að eiga sér stað.

Þeir sem ekki hafa aðgang að Mínum síðum er bent á að hafa samband við VR í síma 510 1700 fyrir frekari upplýsingar um hvernig þeir sækja um greiðslur.

Undanþágur frá verkfallsaðgerðum

VR hefur ákveðið að veittar verði undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir akstur með fólk með fatlanir. Bílstjórum sem starfa við slíkan akstur er því heimilt að sinna störfum sínum með óbreyttum hætti sem og fólki sem annast slíkar bókanir.

Undanþágubeiðnir skulu sendar á netfangið verkfallsnefnd@vr.is og þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

  • Nafn fyrirtækis, kennitala, heimilisfang og staður.
  • Heildarfjöldi starfsmanna fyrirtækis.
  • Fjöldi starfsmanna sem sótt er um undanþágu fyrir.
  • Nöfn, kennitölur og starfssvið starfsmanna sem sótt er um undanþágu fyrir.
  • Rökstuðningur fyrir undanþágubeiðni.
  • Það tímabil sem umsóknin á við um.
  • Nafn, sími og netfang tengiliðs fyrirtækisins.

VR áskilur sér rétt til að afturkalla undanþáguheimildir ef fyrirtæki verða staðin að misnotkun á undanþáguheimildum.

Upplýsingar um greiðslur úr Vinnudeilusjóði VR

Launakröfur VR

Verkföll - spurt og svarað

Kröfur VR á atvinnurekendur

Kröfur VR á stjórnvöld

Hótelin sem verkfallsaðgerðirnar taka til eru:

Fosshótel Reykjavík ehf. - kt. 6912094740 Hótel 1919 ehf. - kt. 4604050920
Íslandshótel hf. - kt. 6301692919 Hótel Óðinsvé hf. - kt. 6705140640
Flugleiðahótel ehf. - kt. 6212976949 Hótel Leifur Eiríksson ehf. - kt. 5902993759
Cabin ehf. - kt. 7012022280 Hótel Smári ehf. - kt. 6312150680,
Hótel Saga ehf. - kt. 4610150340 Fjörukráin ehf. (Hotel Viking) - kt. 6304901119
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf. - kt. 4509051430 Hótel Holt Hausti ehf. - kt. 4205025910
Hótel Klettur ehf. - kt. 4703110450

Hótelkeðjan ehf. - kt. 4712042340

Örkin Veitingar ehf. - kt. 7103982919 CapitalHotels ehf. - kt. 6902080320
Keahótel ehf. - kt. 6012997049 Kex Hostel - kt. 6210100500
Hótel Frón ehf. - kt. 4204983229 101 (einn núll einn) hótel ehf. - 5807972299