Hver eru launin?

Launarannsókn VR sýnir meðallaun í tilteknum störfum, bæði innan ákveðinna atvinnugreina og án tillits til atvinnugreina. Hér er miðað við laun fyrir febrúar 2019 og eru birtar tölur bæði fyrir grunnlaun og heildarlaun. Athugið að launahækkun 1. apríl samkvæmt kjarasamningi er ekki inni í þessum launatölum.

Launarannsókn VR er gerð á Mínum síðum á vefnum undir heitinu Mín laun. Þær tölur sem hér eru birtar byggja á launum tæplega 11 þúsund félagsmanna sem skráð hafa starfsheiti og vinnutíma á Mínum síðum. Allir félagsmenn VR sem vinna 22 stundir eða meira í viku geta tekið þátt í launarannsókninni með því að skrá upplýsingar sínar.  

Útreikningur launa byggir á félagsgjöldum, þ.e. eingöngu þeim launum sem greidd eru félagsgjöld af og eru laun fyrir starf undir 100% starfshlutfall reiknuð upp í fullt starf. Inni í birtum launatölum eru ekki ökutækjastyrkir, dagpeningar eða aðrar slíkar greiðslur. Grunnlaun eru reiknuð á grundvelli heildarlauna og yfirvinnutíma sem félagsmenn skrá í reiknivélina, ef svo ber undir.

Atvinnugreinaflokkun VR byggir á ÍSAT flokkun sem aðlöguð er þörfum VR. Hér má sjá atvinnugreinaflokkun VR og hér má sjá samanburð á atvinnugreinaflokkun ÍSAT og VR, á excel formi.

Hvernig á að nota reiknivélina?

Launareiknivélin hér að neðan sýnir laun fyrir febrúar. Hægt er að skoða laun eftir starfsheitum eingöngu eða laun eftir starfsheitum innan atvinnugreina. Athugaðu að til að skipta á milli grunn- og heildarlauna þarf að smella á hnappinn Reikna eftir að búið er að velja. Umfjöllun um hugtök má sjá með því að smella á hlekkinn Skýringar.

Neðst á síðunni má svo sjá launatöflur eftir starfsheitum eingöngu og innan atvinnugreina, á pdf formi. 

Taktu þátt!

Með því að skrá starfsheiti og vinnutíma á Mínum síðum getur þú skoðað samanburð þinna launa við laun annarra í sömu starfsgrein. Launaupplýsingar miða við greidd iðgjöld til VR, laun fyrir starf undir 100% starfshlutfalli eru reiknuð upp. 

Rétt skráning liggur til grundvallar áreiðanleika gagnanna á Mínum síðum og því mikilvægt að félagsmenn uppfæri skráningu á starfsheiti og vinnutíma, verði breyting þar á. Tölur taka breytingum eftir því sem gerðar eru breytingar á skráningum eða iðgjöld berast félaginu.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér þá möguleika sem í boði eru á Mínum síðum og uppfæra skráningar sínar, þegar þörf krefur.

Laun - Febrúar 2019
Meðallaun
Miðgildi
25% Mörk
75% Mörk
Fjöldi skráðra