Launahækkun og hagvaxtarauki 2022

Samkvæmt kjarasamningum VR hækkuðu taxtar um 25 þús. kr. en almenn hækkun var 17.250 kr. frá og með 1. janúar 2022.

Starfsmenn í hlutastarfi fá hlutfallslega hækkun.

Samið var í síðustu kjarasamningum, í fyrsta skipti, um viðauka sem tæki mið af stöðu hagkerfisins. Með þessu móti myndi launafólk fá fasta krónutölu í launahækkun á mánaðarlaun sín ef ákveðin hagvaxtarauki næðist. Til þess að hagvaxtaraukinn virkjist þurfti hagvöxtur á mann að verða meiri en 1%. Fyrir árið 2021 hækkaði hagvöxtur á mann um 2,53% milli ára. Þar með var félagsfólki VR tryggð hækkun á lágmarkstaxta VR á mánuði um 10.500 kr. og hækkun á almenn laun um 7.875 kr. á mánuði skv. kjarasamningi.

Samið var um að hækkunin kæmi til greiðslu 1. maí og því hækka taxtar og mánaðarlaun frá 1. apríl.

Aðilar sem fá tímakaup greitt umfram lágmarkstaxta kjarasamnings hækka tímakaup í dagvinnu fyrir afgreiðslustörf um 46,89 kr. og 49,44 kr. fyrir skrifstofu. Álagstaxtar s.s. næturvinna, yfirvinna, eftirvinna og stórhátíð hækkar í hlutfalli skv. kjarasamningi VR og SA samningnum þar sem deilitalan er 167,94 til að finna tímakaup í dagvinnu í verslun og 159,27 fyrir skrifstofustörf.

Tímakaup í dagvinnu hjá aðilum sem starfa skv. FA samningnum hækka um 68,24 kr. þar sem deilitala til að finna tímakaup í dagvinnu er 153,86. Yfirvinna og stórhátíðarkaup hækkar auk þess í hlutfalli skv. kjarasamningi VR og FA.