Spurt og svarað um verkbönn og verkfall

Vegna umræðu um áhrif verkbanns og verkfallsaðgerða í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins vill VR benda félagsfólki sínu á að hvorki mögulegt verkbann SA né verkfall Eflingar ná yfir störf VR félaga. Félagsfólk VR á rétt á sínum launum, óháð því hvort starfsemi fyrirtækisins þar sem það starfar raskast eða það lokar vegna verkfalls Eflingar eða verkbanns SA sem tekur til starfa Eflingarfólks hjá fyrirtækinu. VR vill ítreka að atvinnurekendum er ekki heimilt að óska eftir því að félagsfólk VR gangi í störf félagsfólks Eflingar meðan á verkfalli stendur. Það sama á við um verkbann.

Nánari upplýsingar veitir kjaramálasvið VR, kjaramal@vr.is

Verkbann Samtaka atvinnulífsins

  • Verkbann er það þegar atvinnurekendur boða til vinnustöðvunar í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilu. Vinnustöðvun er verkfall ef stéttarfélag grípur til aðgerða en verkbann þegar atvinnurekendur gera svo. Um verkföll og framkvæmd þeirra gilda lög um stéttarfélög og vinnudeilur.

    Þegar atvinnurekendur grípa til verkbanns er starfsfólk sent heim og fær ekki frekari launagreiðslu frá atvinnurekanda meðan á aðgerðum stendur. Stjórn þess stéttarfélags sem verkbannið beinist gegn getur tekið ákvörðun um það hvort félagsfólki verði bætt það tekjutap sem það verður fyrir að einhverju eða að öllu leyti.

    Almennt gilda sömu reglur um vinnu í verkföllum og verkbönnum. Þannig hefur það starfsfólk sem sinnir störfum sem verkbannið beinist gegn skyldu til að leggja niður störf.

  • Verkbannsboðunin nær til allra starfa er heyra undir kjarasamninga Eflingar og SA á almennum markaði.

  • Um vinnu í verkbanni gilda sambærilegar reglur og um verkföll. Þeir sem verkbannið beinist gegn er óheimilt að vinna. Undanþága frá verkbanni er veitt af framkvæmdastjórn SA.

  • VR er ekki í vinnudeilu gagnvart SA og því ber atvinnurekenda að greiða því starfsfólki sem ekki sinnir störfum sem heyrir undir kjarasamninga Eflingar laun þó fyrirtæki sé lokað vegna verkbanns.

    Landsamband íslenskra verzlunarmanna og VR hefur samið við SA og því ríkir friðarskylda milli þessara aðila. Á vefsíðu SA kemur fram að atvinnurekendur geti tekið starfsfólk sem ekki starfar samkvæmt kjarasamningum Eflingar og SA af launaskrá. Þar vísa SA í 3. gr. laga nr. 19/1979 og taka fram að þessi hópur geti sótt um atvinnuleysisbætur. Þessari túlkun SA hafnar VR og mun VR senda launakröfur til fyrirtækja fyrir hönd félagsfólks VR verði laun þeirra ekki greidd.

    SA hefur vinnudeilusjóð og ættu félagar í SA að geta sótt um bætur í þann sjóð vegna launa til félagsfólks VR.

Verkfall Eflingar

  • Nei, VR félögum er óheimilt að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. 

  • Starfskraftinum ber að mæta til vinnu og verður því að finna annan ferðamáta. Ef ekki er fyrir hendi annar ferðamáti ber að láta atvinnurekanda vita við fyrsta tækifæri og með fyrirvara þannig að atvinnurekandi geti gert ráðstafanir. Atvinnurekanda ber ekki að greiða laun fyrir þann tíma.

    Komi starfsfólk til vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki sbr. gr. 3.4. í kjarasamningi VR og SA ber atvinnurekanda að greiða fyrir þann kostnað sem af því hlýst.

  • Ef vöruskortur verður í verslun vegna verkfalls Eflingar hefur það ekki áhrif á laun félagsfólks VR þar sem VR er ekki deiluaðili að þessu verkfalli. Ef atvinnurekandi sendir starfsfólk heim ber þeim eftir sem áður að greiða þeim laun.