Upplýsingar vegna COVID-19 veirunnar

Við bendum á að flesta þjónustuþætti VR má nálgast rafrænt en einnig er hægt að fá þjónustu í gegnum síma, 510 1700, tölvupóst, vr@vr.is og á Facebooksíðu félagsins. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu, kl. 8.30-16.00. 

Hér á þessari síðu finnur þú spurt og svarað um réttindi félagsfólks vegna COVID-19 veirunnar og upplýsingar um þjónustuþætti VR.

Vinsamlegast athugið að síðan er í vinnslu.

Spurt og svarað um réttindi félagsfólks vegna COVID-19

 • Það er óheimilt að mismuna fólki á grundvelli bólusetningar, og því er óheimilt að segja starfsfólki upp störfum vegna þess að það er óbólusett.

 • Starfsfólki ber ekki skylda til að upplýsa atvinnurekanda um það hvort þau séu bólusett eða ekki þegar þau eru spurð um það. Það liggur ekki fyrir tilkynningaskylda um slíkt af hálfu sóttvarnaryfirvalda. Eina undantekningin gæti verið störf innan heilbrigðisgeirans.

 • Ef atvinnurekandi fer fram á að starfsfólk fari í sýnatöku skal það vera á vinnutíma og á kostnað atvinnurekanda.

  Atvinnurekandi getur ekki skikkað starfsfólk til að fara í sýnatöku á frídegi eða utan skilgreinds vinnutíma. Ef fyrirtækið gerir þessa kröfu og starfsfólk verður við því þá ber atvinnurekanda að greiða fyrir þann tíma. Ef farið er um helgi þá ber að greiða að lágmarki 4 tíma á eftirvinnu- eða yfirvinnukaupi eftir því sem á við. Auk þess ber atvinnurekanda að greiða annan þann kostnað sem af þessu hlýst. Rétt er að benda á að starfsfólk er ekki skylt skv. gr. 2.1.10 í kjarasamningi VR og SA að vinna yfirvinnu og skal hann ekki gjalda þess á neinn hátt.

 • Starfsmaður ávinnur sér orlof hjá atvinnurekanda fyrir hvern unninn mánuð sem hann vinnur og þá í því starfshlutfalli sem hann fær greitt frá atvinnurekanda.

  Hvernig fer hlutabótaleiðin saman við orlofstöku?

  Samkomulag skal nást um það milli aðila hvernig orlofstöku er hagað. Starfsmaður á alltaf áunnið og uppsafnað orlof í því starfshlutfalli sem hann var í áður en til hlutabótaleiðar kom.

  Sem dæmi, starfsmaður var í 100% vinnu og samþykkti þann 1. október að fara í 50% vinnu og fá 50% starfshlutfall greitt á móti frá Atvinnuleysistryggingasjóði skv. hlutabótaleið. Þessi starfsmaður var þann 1. október búin að ávinna sér (hafi hann verið í 100% starfi frá 1. maí 2020) 10 orlofsdaga miðað við 24 daga orlofsrétt á 100% launum og frá 1. október til 30. apríl var ávinnslan 14 dagar í orlof frá atvinnurekanda á 50% launum. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir ekki orlof á atvinnuleysisbætur.

  Við viljum benda á að ávinnsla orlofsgreiðslu á sér einungis stað af greiddum launum frá atvinnurekanda. Aftur á móti ávinnur starfsmaður sér orlofsrétt og á því að lágmarki 24 daga orlofsrétt næsta sumar en ekki greiðslu nema fyrir greidd laun frá atvinnurekanda.

  Athugið að atvinnuleysistryggingasjóður fer fram á leiðréttingu á greiddum greiðslum í hlutabótaleið ef þær eru umfram þá áætlun sem gefin er upp af atvinnurekanda og er hærri en meðaltal þess viðmið sem gefin er í hlutabótaleiðinni þ.e. þrjá mánuði fyrir umsókn í upphafi.

  Má atvinnurekanda senda mig í orlof?

  Atvinnurekanda er ekki heimilt að senda þig einhliða í orlof, hann hefur ekki haft heimilt til þess og það er ekki öðruvísi í dag, þrátt fyrir þessa stöðu sem samfélagið er í.

  Varðandi ákvörðun um töku orlofs skal hafa um það samráð skv. lögum um orlof nr. 30/1987. Ákvörðun um orlof skal svo liggja fyrir í síðasta lagi mánuð áður en orlof á að hefjast skv. 5. gr. orlofslaganna.

  Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við kjaramálasvið VR í síma 510 1700 eða að sendið tölvupóst á kjaramal@vr.is.

 • Skv. reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr.190/2021 er grímuskylda í verslunum. Það þýðir að til að starfsemi sé lögmæt þurfa allir að vera með grímur. Í farsóttarreglum er ekki kveðið á um skyldu vinnuveitanda til að leggja starfsmönnum sínum til grímur. Hins vegar má leiða þá skyldu af gr. 7.1. í kjarasamningi VR og SA um vinnu- og hlífðarföt, þar sem segir að ef þörf er á sérstökum vinnufatnaði ber vinnuveitanda að leggja slíkan fatnað til.

  Ef starfsmaður getur vegna ofnæmis eða annarra sérþarfa ekki nýtt sér þær andlitsgrímur sem vinnuveitandi útvegar og uppfylla almennar kröfur þá er hæpið að leggja þá skyldu á herðar vinnuveitanda að bera þann kostnað sem hlýst af kaupum á sérstökum andlitsgrímum.

 • Þessi fordæmalausa staða sem afleiðing COVID-19 hefur á samfélagið breytir ekki réttarstöðu þinni. Þú ert með uppsagnarfrest skv. kjarasamningi. Aðilar geta komist að samkomulagi um breytingu á kjörum en vegna þessarar stöðu sem við búum við í dag er rétt að meta stöðuna heildstætt og gæti það falist í því að samþykkja tímabundið breytingu á starfshlutfalli, enda komi greiðslur frá Atvinnuleysistryggingasjóði á móti.

  Nokkur atriði til áréttingar:

  • Leiti fyrirtæki til starfsmanna sinna um að skerðing á starfshlutfalli með tilheyrandi lækkun launa komi til framkvæmda án uppsagnarfrests getur starfsmaður hafnað slíku og gert kröfu um að uppsagnarfresturinn sé virtur.
  • Atvinnurekanda er óheimilt að krefjast vinnuframlags frá launamanni umfram það starfshlutfall sem samið er um.
  • Réttur til greiðslu atvinnuleysisbóta vegna skerts starfshlutfalls gildir um allt launafólk s.s. námsmanna óháð réttindum bótarétti þeirra að öðru leyti.
  • Óheimilt er að vera á umsaminni hlutabótaleið á uppsagnarfresti, enda er hlutabótaleiðin í boði til að viðhalda vinnusambandinu. Ef það kemst upp að starfsmaður hefur verið á hlutabótaleið á uppsagnarfresti verður fyrirtækið krafið um þá skerðingu sem starfsmaður kann að hafa orðið fyrir ásamt því að gerð verður krafa um greiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs sem greitt hafði verið til starfsmannsins af atvinnurekanda.
  • Ef sótt er um hlutabótaleið er rétt að benda félagsmanni á að merkja við að greidd verði félagsgjöld til VR af greiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs.

  Frekari upplýsingar og umsókn má finna á vef Vinnumálastofnunar.

  VR vill árétta við þig að lesa vel þann samning sem þér er réttur og ef það er minnsti vafi um réttarstöðu þína að hafa samband við kjaramálasvið VR. Ef þú færð uppsögn á meðan slíkur samningur er í gildi að rifta samningnum og fá upprunalega starfshlutfallið greitt á uppsagnarfresti.

   

 • Nei, þitt starfshlutfall nemur aðeins því sem það hefur verið lækkað í. Ef þú ert í 50% starfi ertu í 50% vinnu. Í lögunum um hlutabætur kemur það skýrt fram að óheimilt sé að vinna meira en samkvæmt umsömdu starfshlutfalli.

 • Fyrirtækið getur ekki breytt ráðningarsambandinu nema með kjarasamningsbundnum uppsagnarfresti, breyting á opnunartíma á ekki að leiða til skerðingar á starfshlutfalli/kjörum þínum. Ef þú átt ekki rétt á úrræði Vinnumálastofnunar, ber fyrirtækinu að greiða þér þín full og óskertu laun.

 • Skv. tímabundnum breytingum á lögum um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfall er óheimilt að starfsmaður vinni meira en það sem gert er samkomulag um. Orðrétt segir: Atvinnurekanda er óheimilt að krefjast vinnuframlags frá launamanni umfram það starfshlutfall sem eftir stendur þegar starfshlutfall hefur verið minnkað. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir ekki fyrir unnin tíma. Ef það er gert þá er verið að brjóta á áðurnefndum lögum, lögum nr. 55/1980 og kjarasamning.

   

 • Ef atvinnurekandi ákveður að loka vinnustað tímabundið vegna aðstæðna í samfélaginu falla launagreiðslur ekki niður. Þú átt rétt á launum á meðan vinnustaðnum þínum er lokað. Mögulega geta aðilar samið um fjarvinnu, en þá verður þú að vera í aðstöðu til þess og atvinnurekandi að skapa þér tækin til þess.

   

   

 • Ef þú veikist átt þú rétt á veikindarétt skv. kjarasamningi. Þegar hann hefur verið tæmdur áttu mögulega rétt á greiðslum úr Sjúkrasjóði.

 • Þú átt ekki rétt til launa. Ef annarri umönnun er ekki við komið þá getur þú tilkynnt lögmæta fjarvist á grundvelli laga um fjölskylduábyrgð nr. nr. 27/2000. Í einhverjum tilfellum væri hugsanlegt að sækja um foreldraorlof skv. 7. kafla laga nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof. Samkvæmt þeim lögum er foreldrum heimilt að vera frá vinnu til að sinna barni í allt að fjóra mánuði þar til barnið nær 8 ára aldri. Hafa skal í huga að hér er ekki um launað leyfi að ræða.

  Ef leikskóla er gert að loka samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um sóttkví á foreldri sem verður fyrir launatapi rétt á greiðslum þar sem hann verður að vera heima vegna barns undir 13 ára aldri. Um greiðsluna þarf að vera samkomulag á milli atvinnurekanda og starfsmanns. Ef atvinnurekandi greiðir laun á þessum tíma á hann rétt á því að greiðslum frá Vinnumálastofnun. Ef atvinnurekandi greiðir ekki þá getur starfsmaðurinn sótt um greiðslu vegna sóttkví til Vinnumálastofnunar. Skilyrðum vegna greiðslu í sóttkví verður að vera uppfyllt, frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Vinnumálastofnunar.

 • Þú átt ekki rétt á greiðslum frá atvinnurekanda, nema ef um ræðir barn yngra en 13 ára sem er veikt, skv. kjarasamningi. Eða ef um barn undir 16 ára er að ræða sem er a.m.k. einn dag á sjúkrahúsi. Ef um aðra en framangreinda er um að ræða er ekki greiðsluskylda af hálfu atvinnurekanda. Fjarvist gæti þó talist nauðsynleg á grundvelli laga nr. 27/2000 um fjölskylduábyrgð. Því mundi slík er launalaus og telst vera lögmæt fjarvist frá vinnu. Í þessu tilfelli þarf að upplýsa atvinnurekanda/sinn næsta yfirmann um stöðuna.

 • Starfsmaður hefur samt sem áður vinnuskyldu og á rétt til launa ef fyrirtækið ákveður að loka. Fyrirtækið hefur skyldur gagnvart launum starfsmannsins og ber því að greiða starfsmanni laun, þó fyrirtækið loki.

   

 • Nei – en ekki er hægt að setja þig í þær aðstæður að vinna með einstaklingi sem greindur hefur verið með smit eða sem yfirvöld hafa skipað að fara í sóttkví. Atvinnurekanda þínum ber að tryggja öruggt og heilsusamlegt umhverfi starfsmanna sinna.

 • Það er á ábyrgð starfsmanns að koma sér til vinnu. Það segir í 3.4. í kjarasamningi að á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki að þá eigi ferðir til og frá vinnu að greiðast af vinnuveitanda. Þessi grein miðast við hefðbundna áætlun, ekki þegar utanaðkomandi aðstæður valda því að ferðir leggjast niður vegna smithættu eða vegna veðurs. Liggi almenningssamgöngur niðri verður þú að finna aðra leið til að mæta til vinnu. Rétt er að láta atvinnurekanda vita sem fyrst hvernig staðan er.

 • Fyrirtækið getur ekki sett þig í önnur störf en þú ert ráðin til og falla innan ráðningarsamnings. Í sumum tilfellum getur vinnuumhverfi starfsmanna breyst vegna COVID-19 veirunnar. Í þeim tilfellum verða aðilar að komast að samkomulagi um breytta tilhögun vinnu.

 • Fyrirtækjum ber hvorki skylda til að reka mötuneyti fyrir starfsmenn eða að útvega starfsmönnum mat. Það er því ekki hægt að gera kröfu um að fá mat eða greiðslu vegna þess þar sem þú ert í fjarvinnu.

  Það er mismunandi hvernig fyrirtæki reikna kostnað vegna mötuneyta, sum reikna með föstu mánaðargjaldi, önnur rukka starfsfólk fyrir hverja máltíð. Í þeim tilfellum þegar um mánaðargjald er að ræða er ekki eðlilegt að starfsmaður greiði þegar hann er í fjarvinnu þannig að það ætti að draga fjarvinnudaga frá föstu mánaðargjaldi.

 • Mér var sagt upp, hvaða réttarstöðu hef ég?

  Ef þér var sagt upp eftir að þú samdir um skerðingu á starfshlutfalli skv. úrræði Atvinnuleysisbóta þá áttu rétt á því að rifta því úrræði og átt þá rétt á uppsagnarfresti skv. því starfshlutfalli sem þú varst í fyrir uppsögn. Úrræðið gengur út á það að viðhalda störfum en ef búið er að segja þér upp þá er sú forsenda ekki lengur fyrir hendi. Þú verður að láta atvinnurekanda vita með skriflegum hætti hvernig þú lítur á stöðuna núna eftir að þér var sagt upp. Ef vakna spurningar varðandi þetta hafðu samband við kjaramálasvið VR, kjaramal@vr.is eða 510 1700.

  Ég var búin að fá uppsögn frá fyrirtækinu og er á uppsagnarfresti, verð ég að taka þessu samkomulagi um minnkað starfshlutfall?

  Um er að ræða samkomulag, ekki er hægt að skylda starfsmann til að taka þessu samkomulagi. Eins og kemur fram hér að framan þá er þetta úrræði gert til þess að bjarga störfum, í þínu tilfelli er búið að segja þér upp störfum og því fellur þú ekki undir þetta úrræði.

  Getur atvinnurekandi dregið uppsögn til baka og boðið mér samkomulag um minnkað starfshlutfall í staðinn?

  Já, atvinnurekandi getur dregið uppsögn til baka og gert samkomulag við starfsmann um minnkað starfshlutfall í staðinn. Þetta er þó háð samþykki launamanns.

  Sjá allar upplýsingar um uppsögn og uppsagnarfrest á vef VR hér

  Sjá einnig yfirlýsingu frá Vinnumálastofnun vegna túlkunar bráðabirgðaákvæðis um atvinnuleysistryggingar hér.

 • Svarið er nei, hann má ekki senda þig fyrirvaralaust í vetrarfrí. Samkomulag þarf að vera um vetrarfrí og fyrirvari veittur. Í ljósi aðstæðna er rétt að þú skoðir stöðuna og metir hvort hægt sé að koma á móts við fyrirtækið í þessum aðstæðum.

 • Mikilvægt er að setja sig strax í samband við kjaramálasvið VR.

  Sjá allar upplýsingar á vef VR hér.

 • Samkvæmt ákvörðun yfirvalda munu fyrirmæli sóttvarnarlæknis um að einstaklingur fari í sóttkví jafngilda læknisvottorði vegna fjarvista úr vinnu. Vottorð um vinnufærni yrði ekki gefið út í andstöðu við það.

 • Ef þú ert í orlofi þá ertu á eigin vegum og verður að koma upplýsingum á framfæri við fyrsta tækifæri að heimkomu þinni seinki. Ekki verður litið svo á að fjarvera þín sé brot á vinnusambandi þar sem þú getur ekki haft stjórn á þessum aðstæðum.

  Ef þú ert á vegum vinnuveitanda í vinnuferð þá ber atvinnurekandinn kostnaðinn og þú átt ekki að verða fyrir launaskerðingu.

Sóttkví/einangrun

 • Þú átt rétt á að fresta orlofinu um sama dagafjölda sem þú ert í sóttkví. Þú þarft að tilkynna atvinnurekanda strax og þú færð boð um sóttkví og láta hann vita að þú þurfir að fresta orlofinu þínu. Atvinnurekandi greiðir þér laun á meðan sóttkví stendur.

  Atvinnurekandi getur sótt um greiðslur til Vinnumálastofnunar sem mun annast umsýslu og greiðslu til atvinnurekanda. https://vinnumalastofnun.is/upplysingar-vegna-covid-19/greidslur-i-sottkvi

  Á heimasíðu Vinnumálastofnunar segir „Lögin taka til greiðslna til atvinnurekenda sem greitt hafa launamönnum sem sæta sóttkví laun á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til og með 31. desember 2021. Launamenn sem hafa sætt sóttkví en hafa ekki fengið greidd laun frá atvinnurekanda sínum fyrir þann tíma geta einnig sótt um greiðslur á grundvelli laganna. Auk þess geta sjálfstætt starfandi einstaklinga sótt um greiðslur. Umsóknir um greiðslur skulu berast Vinnumálastofnun fyrir 31. mars 2022. Eftir þá dagsetningu fellur réttur til greiðslu niður.

 • Ég er sett/settur í sóttkví/einangrun af hálfu atvinnurekanda: þú átt rétt á fullum launagreiðslum.

  Ég er sett/settur í sóttkví/einangrun af hálfu landlæknis:  Atvinnurekandi greiðir þér laun. Atvinnurekandi getur svo sótt um greiðslur til Vinnumálastofnunar sem mun annast umsýslu og greiðslu til atvinnurekanda. Á þetta við í þeim tilfellum þegar önnur réttindi skv. kjarasamningi eiga ekki við ef þú hefur þurft að sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og ekki getað sinnt vinnu að hluta eða öllu leyti.

  Ef atvinnurekandi greiðir þér ekki þessi laun þá getur þú sótt um þær greiðslur á vefsíðu Vinnumálastofnun.

  Ef þú ákveður að fara í frí til útlanda á svæði þar sem þér má vera ljóst að þú þurfir að fara í sóttkví þegar heim kemur að þá áttu ekki rétt á því að atvinnurekandi greiði þér laun þann tíma sem þú ert í sóttkví.

  Ef þú hefur verið sjálfstætt starfandi þá gilda sambærileg skilyrði, hafðu samband við Vinnumálastofnun.

  Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar hér.

  Ég fer í sjálfskipaða sóttkví/einangrun: Þú getur ekki tekið ákvörðun einhliða um það að fara í sóttkví/einangrun. Ef þú telur þig vera í sérstakri hættu verður þú að koma því á framfæri og er eðlilegt að atvinnurekandi komi á móts við þig. Í öllum tilfellum verður þú að semja við þinn næsta yfirmann. Í sumum tilfellum er hægt að vinna að heiman. Sjá spurningu ef ég vinn að heiman. Ef ekki næst samkomulag um að þú vinnir að heiman og ert í sjálfskipaðri sóttkví þá er það á eigin áhættu og kostnað þar sem þú getur ekki tekið einhliða ákvörðun um vinnusambandið. Því leggjum við alltaf áherslu á að semja við þinn næsta yfirmann.

  Ef ég er í sóttkví og er veik/veikur: þá áttu veikindarétt skv. kjarasamningi, að honum tæmdum áttu mögulega rétt á greiðslum úr Sjúkrasjóði.

 • Ef þú ákveður sjálf/sjálfur að fara í sóttkví þá gerir þú það á eigin áhættu og kostnað.
  Kvíði getur einnig verið "sjúkdómur" í skilningi kjarasamninga og framkallað rétt til veikindakaups. Læknisfræðilegt mat þarf þá að liggja fyrir þ.e. vottorð.
  Ef ekki er um sjúkdóm að ræða sem veldur kvíða þá þarf að hafa samband við atvinnurekanda og gera við hann samkomulag um fjarvist, til að tryggja að ekki sé um ólögmæta fjarvist að ræða.

 • Ekki er hægt að skipa þér einhliða að vinna að heiman. VR vill þó benda öllum á að leggjast á eitt gegn þessari vá ef hægt er að koma því við til að halda samfélaginu og atvinnulífinu gangandi. Slík ákvörðun er að mati VR ávallt sameiginleg á milli þín og yfirmanns þíns.
  Í þessum tilfellum skal atvinnurekandi útvega þau tæki og tengingar sem til þarf.

 • Um það gilda reglur kjarasamninga um fjarvistir foreldra vegna veikra barna, sé barnið veikt. Þegar veikindaréttur barns hefur verið tæmdur tekur Sjúkrasjóður við.

  Ef barn þarf samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda að fara í sóttkví/einangrun á foreldri sem verður fyrir launatapi rétt á greiðslum þar sem hann verður að vera heima vegna barns undir 13 ára aldri. Um greiðsluna þarf að vera samkomulag á milli atvinnurekanda og starfsmanns. Ef atvinnurekandi greiðir laun á þessum tíma á hann rétt á því að greiðslum frá Vinnumálastofnun. Ef atvinnurekandi greiðir ekki þá getur starfsmaðurinn sótt um greiðslu vegna sóttkví til Vinnumálastofnunar. Skilyrðum vegna greiðslu í sóttkví verður að vera uppfyllt, frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Vinnumálastofnunar.

  Allar uppl. um greiðslur í sóttkví eru á vefsíðu Vinnumálastofnunar.

 • Ef þú vegna fjölskylduaðstæðna treystir þér ekki að mæta til vinnu vegna ótta við smit þá verður þú að ræða við þinn yfirmann. Þessi ákvörðun er þá í raun sjálfskipuð sóttkví/einangrun.

  Þú getur ekki tekið ákvörðun einhliða um það að fara í sóttkví/einangrun. Ef þú telur þig vera í sérstakri hættu verður þú að koma því á framfæri og er eðlilegt að atvinnurekandi komi á móts við þig. Í öllum tilfellum verður þú að semja við þinn næsta yfirmann. Í sumum tilfellum er hægt að vinna að heiman. Sjá spurningu „Ef ég vinn að heiman“. Ef ekki næst samkomulag um að þú vinnir að heiman og ert í sjálfskipaðri sóttkví þá er það á eigin áhættu og kostnað þar sem þú getur ekki tekið einhliða ákvörðun um vinnusambandið. Því viljum við leggja áherslu á að samið sé við sinn næsta yfirmann.

Sjúkrasjóður VR

Sótt er um sjúkradagpeninga á Mínum síðum og er mikilvægt að hengja öll fylgigögn með umsókninni.

Ef sækja þarf um dánarbætur vegna félagsmanns er hægt að nálgast umsóknareyðublaðið hér. Skanna þarf inn umsókn og fylgigögn og senda á netfangið sjukrasjodur@vr.is. Hægt er að sækja um dánarbætur barna á Mínum síðum. Sjá nánari upplýsingar um dánarbætur hér.

Hægt er að koma til okkar pappírum, vottorðum og öðrum fylgigögnum með því að skanna þau inn og senda á sjukrasjodur@vr.is.

VR varasjóður og starfsmenntasjóðir

Á Mínum síðum sækir þú rafrænt um í VR varasjóð og starfsmenntasjóði.

Kjaramál

Hægt er að hafa samband við ráðgjafa kjaramálasviðs í síma 510 1700. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið kjaramal@vr.is.

Orlofshús

Á Mínum síðum er hægt að skoða og bóka orlofshús á orlofsvef félagsins, sjá hér. Fyrirspurnir má senda á netfangið orlofshus@vr.is.

VIRK

Einstaklingar í þjónustu hjá VIRK eru áfram í samskiptum við sinn ráðgjafa hjá VR og mæta í viðtöl.