Fræðslumyndbönd

Stytting vinnuvikunnar

VR gerir þá kröfu í kjarasamningaviðræðum að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir, án launaskerðingar. Rannsóknir benda til þess að vinnuvikan á Íslandi sé lengri en í helstu nágrannaþjóðum okkar og að starfsmenn vinni almennt lengur en samningsbundnir vinnutímar segja til um.

Lesa meira

Húsnæðismál

VR leggur til í kröfugerð fyrir kjarasamninga 2019 að stofnað verði óhagnaðardrifið húsnæðisfélag með áherslu á húsnæðisöryggi á leigumarkaði og leiguverði sem ráðist af stofnkostnaði og rekstri en ekki af markaðsaðstæðum á hverjum tíma. Slíkt félag gæti verið fyrsta skrefið í átt að þjóðarsátt um húsnæðismál sem allir kalla eftir á Íslandi.

Lesa meira