Fréttir og greinar

Ef við lyftum gólfinu, lyftist þakið með
 - Grein úr 3. tbl VR blaðsins, 10.10 2018

Af hverju eiga menntaðir að berjast fyrir kjörum ómenntaðra og öfugt? Af hverju eiga hátekjuhópar að taka slaginn með lægri tekjuhópum? Af hverju í ósköpunum eiga þeir sem eru skuldlausir og séreignafólk að taka upp hanskann fyrir fólk á leigumarkaði?

Því er kerfisbundið haldið að okkur hvað sé á vettvangi stéttarfélaga að fjalla um og berjast fyrir. Orðræðustríðið hættir þó ekki þar, heldur er sífellt reynt að búa til gjá milli stétta, menntunar, launa og lífsgæða almennt.

Lesa meira

Kröfugerð VR samþykkt
- Frétt 15.10 2018

Á fundi trúnaðarráðs VR í kvöld, 15. október 2018, var kröfugerð félagsins fyrir komandi kjarasamningaviðræður samþykkt.

Í kröfugerðinni kemur fram að markmið með gerð kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR. Það sé því mikilvægt að bregðast við því misræmi sem sjá má í launaþróun þeirra hæst launuðu í þjóðfélaginu sem má meðal annars rekja til ákvörðunar kjararáðs árið 2016. VR telur mikilvægt að taka sérstakt tillit til stöðu þeirra sem hafa lægstu launin og leggur því til að samið verði um krónutöluhækkun.

Lesa meira