Í samningnum er gert ráð fyrir styttri vinnuviku félagsmanna VR um 45 mínútum á viku. Markmiðið er að gera vinnumarkaðinn fjölskylduvænni. Samið verður um hvernig styttri vinnuvika verður útfærð á hverjum vinnustað fyrir sig, það getur verið allt frá því að stytta hvern vinnudag í að fjölga orlofsdögum.

 

Framkvæmd

Vinnutímastytting tekur í gildi 1. janúar 2020. Atvinnurekendur skulu hafa samráð við launamenn um
tillögu að útfærslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi valkosta:

a) Hver dagur styttist um 9 mínútur
b) Hver vika styttist um 45 mínútur
c) Safnað upp innan ársins
d) Vinnutímastyttingu með öðrum hætti

Samkomulag skal hafa náðst um framkvæmd vinnutímastyttingar fyrir 1. desember 2019.
Ef samkomulag næst ekki styttist vinnutími um 9 mínútur á dag miðað við fullt starf.

Skrifstofufólk:

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Styttri viðvera hvern dag

 

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Óbreytt viðvera nema á föstudögum

 

 

Afgreiðslufólk:

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Styttri viðvera hvern dag

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Óbreytt viðvera nema á föstudögum

Stytting vinnuvikunnar með niðurfellingu kaffitíma

Möguleiki er einnig fyrir hendi að stytta vinnuvikuna enn frekar með því að fella niður kaffitíma. Slíkt þarf alltaf að gera í fullu samráði við atvinnurekendur.

Kaffitímar hjá afgreiðslufólki eru 35 mín. á dag og hjá skrifstofufólki 15 mín. á dag.

 

Skrifstofufólk

Ef kaffitímar eru felldir niður að fullu er hægt að stytta vinnuvikuna hjá skrifstofufólki:

 • um 2 klst á viku 
 • eða 8,67 tíma á mánuði (8 klst. og 40 mínútur)
 • eða 94,8 tíma á ári (94 klst. og 48 mínútur)
 • eða 13,35 daga á ári.

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Óbreytt viðvera nema á föstudögum án kaffitíma

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Styttri viðvera hvern dag án kaffitíma 

 

Afgreiðslufólk

Ef kaffitímar eru felldir niður að fullu er hægt að stytta vinnuvikuna hjá afgreiðslufólki:

 • Um 3 klst. og 40 mínútur á viku (0,73 ef reiknað í hundraðshlutum)
 • eða 15,50 klst á mánuði, (15,82 ef reiknað í hundraðshlutum)
 • eða 173,01 tíma á ári eða 24 dagar á ári.

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Styttri viðvera hvern dag án kaffitíma

Ef kaffitími hjá afgreiðslufólki væri styttur úr 35 mín. í 20 mín. gæti styttingin verið:

 • 2 klst. á viku
 • eða 8,67 tímar á mánuði, (8 klst. og 40 mínútur)
 • eða 94,8 tímar á ári (94 klst. og 48 mínútur)
 • eða 13,22 dagar á ári.

Dæmi um útfærslu innan fyrirtækis: Styttri viðvera hvern dag, kaffitími 20 mínútur