Niðurgreiðsla gistikostnaðar

VR býður félagsfólki sínu niðurgreiðslu á gistingu innanlands sumarið 2021. VR veitir styrki til félaga þannig að reikningur vegna gistingar innanlands er niðurgreiddur um 70% en að hámarki 10.000 kr. fyrir hvern félaga. Um væri að ræða tímabundna aðgerð vegna COVID- 19.

Vakin er athygli á því að félagsfólk getur ekki nýtt sér slíka endurgreiðslu með öðrum orlofstengdum valkostum félagsins, það er að segja niðurgreiðslu á ferðavögnum eða bókun á orlofshúsi sumarið 2021. Gistitími miðast við frá 2. maí – 15. september 2021. Sækja þarf um styrkinn fyrir 30. október 2021, eftir það er lokað fyrir umsóknir.

Aðeins er hægt að sækja um niðurgreiðsluna þegar leigutími er liðinn. 

Félagsfólk er beðið um að hafa eftirfarandi í huga vegna tekjuskatts af þessum styrkjum:
Ekki skal telja til tekna starfsmanns greiðslu frá launagreiðanda, eða eftir atvikum stéttarfélagi, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við leigu á orlofshúsnæði eða með öðrum hætti til greiðslu á orlofsdvöl, að því marki sem slík greiðsla fer ekki yfir 55.000 kr. á ári. Skilyrði er að starfsmaður/félagsmaður leggi fram fullgilda og óvéfengjanlega reikninga fyrir greiðslu á kostnaði vegna orlofsdvalar þessarar.

Umsókn um niðurgreiðslu á gistikostnaði er að finna undir „Meira“ á Mínum síðum.

Athugið : Með umsókn þarf að fylgja reikningur útgefinn af söluaðila gistingar þar sem fram kemur nafn og kennitala félagsmanns , dagsetning gistinátta og greidd upphæð.