imageAlt
08
okt
9.00-12.00

Námskeið fyrir eldri félagsmenn: Að nýta bestu ár ævinnar er kennt dagana 8.,9.,10. október kl 9.00-12.00.

Námskeið fyrir þá sem eru að huga að starfslokum eða eru nýlega hættir að vinna.

Fyrirlesari: Ásgeir Jónsson

Þetta starfslokanámskeið sem VR býður félagsmönnum sínum hefur slegið í gegn. Námskeiðið tekur á ýmsum þáttum svo sem heilsu, næringu, hugarfari og sjálfsmynd. Helsti ávinningurinn er að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina og öðlist meiri kjark til að takast á við lífið, aukið sjálfstraust og aukna hæfni til að takast á við mótlæti.

Námskeiðið er í heild 9 tímar og er haldið þrjá morgna í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Ásgeir segir um námskeiðið: Þetta námskeið snýst um að lifa og læra að lifa lífinu lifandi.

Markmiðið er að þátttakendum verði ljós flest þau tækifæri sem bíða þeirra varðandi næringu, hugarfar eða það sem lítur að peningum og fjárhagsstöðu fólks.
Almennt séð er markmið námskeiðsins að vera grunnur þekkingar um þá möguleika og valkosti sem þessi tímamót bjóða uppá . Gildir þá einu hvort um er að ræða andlegu, líkamlegu eða fjárhagslegu hliðarnar.

Skrá mig á viðburð