imageAlt
19
sep
12.00-13.00

Fyrirlesari: Margrét Björk Svavarsdóttir

Er mikið að gera? Er tölvupósthólfið þitt yfirfullt? Er tilfinning sú að þú ert að gefast upp á að reyna að temja tölvupóstinn þinn? Stjórnaðu tölvupóstinum þínum, ekki láta hann stjórna þér. Á fyrirlestrinum verður farið yfir nokkrar aðferðir til að temja tölvupóstinn.

Margrét Björk hefur brennandi áhuga fyrir því að hjálpa fólki að gera eigin vinnu auðveldari, einfalda skipulag, auka fagmennsku og árangur í vinnu.
Margrét er með MSc. gráðu í stjórnunun frá Háskóla Íslands, BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og iðnrekstarfræði frá Tækniskólanum. Hún er einnig lærður markþjálfi.

Fyrirlesturinn er haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Félagsmenn sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft í gegnum streymi og skráð sig hér.

Skrá mig á viðburð