imageAlt
02
okt
9.00-12.00

Fyrirlesari: Rakel Heiðmarsdóttir

Lykillinn að framúrskarandi samstarfi og árangri felst í öflugum samskiptum. Rannsóknir hafa margsýnt fram á fylgni á milli öflugra samskipta á vinnustað og aukinnar framleiðni og starfsánægju. Á námskeiðinu eru samskipti skoðuð bæði frá fræðilegu og hagnýtu sjónarmiði. Hvers vegna er misskilningur algengur? Hverjar eru algengustu ástæður ágreinings á vinnustöðum og hvernig má taka á þeim? Hvaða aðferðir auka árangur í samskiptum og hvað ber að varast?

Rakel er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Inventus ehf. Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl. hjá Reykjavíkurborg, í Opna Háskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið í 12 ár sem mannauðsstjóri lengst af í Norðuráli og Bláa Lóninu.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar.

Skrá mig á viðburð