imageAlt
02
okt
09:00-12:00

Námskeiðið er kennt dagana 02.,03. og 04. október 2018 kl. 09:00-12:00.

Ertu farin að huga að starfslokum eða nýlega hætt/ur á vinnumarkaði? Þá er námskeiðið „Bestu árin“ eitthvað fyrir þig.

VR býður félagsmönnum á aldrinum 63-72 ára á námskeið sem hefur það að markmiði að auðvelda breytingu á lífsháttum sem verður gjarnan samhliða starfslokum. 

Á námskeiðinu er fjallað um og farið yfir hvernig best er að nýta bestu ár ævinnar og huga að andlegri, líkamlegri og fjárhagslegri heilsu.

Námskeiðið er alls 9 tímar og er kennt í þremur hlutum þrjá morgna.

Þess má geta að námskeiðið verður einnig kennt á Egilsstöðum í upphafi árs 2019. Nánar auglýst síðar.

Skrá mig á viðburð

Aðrir atburðir

Skrá mig á póstlista VR