imageAlt
28
sep
09:00 - 10:00

Athugið að fyrirlesturinn er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Hugtakið „streita“ er á allra vörum, ástandið á vinnumarkaðnum hefur gert það að verkum að starfsfólk er farið að normalisera streitu og álag, komið í vítahring og áttar sig ekki á fyrr en vandamálið er orðið ansi stórt.

Trúnaðarmenn gegna mikilvægu hlutverki; að vera til staðar fyrir starfsfólk sem er að upplifa ofálag, sjúklega streitu og jafnvel að þróa sig í átt að kulnun.

Birtingarmyndin af þróun sjúklegrar streitu er ólík eftir því hver einstaklingurinn er og hvaðan hann er að koma, þannig að það er erfitt að setja fingur á vandann og greina hann snemma. Trúnaðarmenn þurfa að þekkja einkennin, átta sig á alvarleika málsins og þekkja til úrræða til að grípa í þegar starfsmaður er kominn í þrot.

Fyrirlesturinn felur í sé fræðslu um streitu, áhrif hennar á líf fólks, hvernig hún getur leitt til kulnunar og hvaða úrræði eru til staðar.

Ragnheiður

Fyrirlesari: Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir
Framkvæmdastjóri & Ráðgjafi
Ms. Félags- og Vinnusálfræði
Streituskóli Forvarna ehf

Skrá mig á viðburð

Aðrir atburðir

Skrá mig á póstlista VR