imageAlt
16
maí

16. maí 2019 verður tilkynnt hvaða fyrirtæki hafa orðið fyrir valinu sem fyrirtæki ársins. Valið á fyrirtæki ársins fer fram í þremur flokkum og eru fimm fyrirtæki valin í hverjum stærðarflokki. Alls fá því 15 fyrirtæki titilinn Fyrirtæki ársins 2019.

Viðurkenningar eru veittar í þessum flokkum: 

Minni fyrirtæki
Færri en 30 starfsmenn

Meðalstór fyrirtæki
30 til 69 starfsmenn

Stærri fyrirtæki
70 starfsmenn eða fleiri

Lágmarksfjöldi svara er mismunandi eftir stærðarflokki, en er 7 svör í flokki minni fyrirtækja sem er breyting frá síðasta ári en þá var lágmarksfjöldi svara 5 svör.