imageAlt
03
jún
08:30-12:00

Leiðbeinendur: Kjaramálasvið VR og Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði

Vegna mikillar eftirspurnar býður VR upp á trúnaðarmannanámskeið í byrjun júní. Á námskeiðinu verður leitað leiða til að svara því helsta sem trúnaðarmenn hafa óskað eftir á þessum óvissutímum.

Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður Kjaramálasviðs, fer yfir mikilvæg atriði varðandi réttindi trúnaðarmanna þegar kemur að uppsögnum. Hún mun í framhaldi svara spurningum frá trúnaðarmönnum og óskað er eftir því að fyrirspurnir verði sendar inn fyrirfram, ef kostur er á, í gegnum Mentimeter kerfið samkvæmt leiðbeiningum hér að neðan. Sérfræðingar hjá VR fara svo yfir ýmis atriði sem skipta máli varðandi umsókn um atvinnuleysisbætur og samskipti við Vinnumálastofnun.

Síðast mun Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun, fara yfir hlutverk trúnaðarmannsins á þessum tímum og hvernig er hægt að vera faglegur en jafnframt þekkja sín mörk, bæði gagnvart vinnuveitanda og starfsmönnum. Trúnaðarmönnum verður gefinn kostur á því að senda einnig inn spurningar til Eyþórs í gegnum Mentimeter kerfið.

Til að senda inn fyrirspurnir til Bryndísar og sérfræðinga VR er farið inn á www.menti.com og sleginn inn kóðinn: 984695

Til að senda inn fyrirspurnir til Eyþórs er farið inn á www.menti.com og sleginn inn kóðinn: 367350

Námskeiðið er haldið á Hilton Reykjavík Nordica og opnar húsið með morgunmat kl 8.00. Námskeiðið hefst kl. 8.30. 

 

Skrá mig á viðburð Skrá mig á streymið

Aðrir atburðir

Skráðu þig á Mínar síður til þess að sjá ef þú ert skráð/ur á viðburðinn og einnig ef þú vilt afskrá þig.

Skrá mig á póstlista VR