imageAlt
03
nóv
13:00-14:30

Leiðbeinandi: Örn Haraldsson, markþjálfi og frumkvöðull

Athugið að námskeiðið er kennt dagana 3., 10. og 17. nóvember.

Langar þig að ná fram því besta í þér á krefjandi tímum? Skerpa áherslur, móta framtíðarsýn og virkja styrkleikana þína til að takast á við atvinnumissi og atvinnuleit? Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig.

Hópmarkþjálfun er námskeið þar sem hópur einstaklinga kemur saman til að vinna með tiltekið viðfangsefni. Á námskeiðinu verður notast við aðferðir markþjálfunar þar sem hver þátttakandi vinnur og tekur þátt á sínum forsendum. Markþjálfi kennir námskeiðið og heldur utan um ferlið. Á námskeiðinu læra þátttakendur með og af hverjum öðrum. Í hópmarkþjálfun getur oft skapast góð liðsheild og traust sem eykur persónulegan vöxt. Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við félagsmenn VR, sem hafa misst vinnuna sökum sviptinga á vinnumarkaði, til að takast á við breytingar, finna hvað einstaklingar vilja varðandi atvinnu og finna leiðir til að ná þeim markmiðum.
Örn er PCC vottaður markþjálfi, starfar sjálfstætt og hefur mikla reynslu af teymis- og leiðtogaþjálfun hjá fyrirtækjum, t.d. Marel, GRID og CIRCULAR solutions. Hann kennir markþjálfun hjá Profectus, hefur viðamikla reynslu úr hugbúnaðargeiranum og unnið sem frumkvöðull en hann var til að mynda einn af stofnendum fyrirtækisins Arctic running.

Námskeiðið með Erni verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Það er alls 6,5 klukkustundir og er kennt dagana 3., 10. og 17. nóvember. frá kl. 13:00-14:30 (fyrsti tíminn er tvær klst, frá 13:00-15:00).

Til að gæta sóttvarna og tryggja eins metra fjarlægð ótengdra einstaklinga er mjög takmarkað pláss á námskeiðið. Við hvetjum félagsmenn til að huga einnig vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum þegar mætt er á námskeiðið, t.d. með því að spritta hendur áður en kaffivél/vatnsvél er notuð og mæta með eigin fjölnota bolla eða drykkjarílát.

Boðið verður upp á létt eftirmiðdagssnarl.

Vinsamlegast athugið að námskeiðið er einungis í boði fyrir fullgilda félagsmenn VR sem eru í atvinnuleit. Námskeiðið er félagsmönnum VR að kostnaðarlausu.

 

Skrá mig á viðburð

Aðrir atburðir

Skráðu þig á Mínar síður til þess að sjá ef þú ert skráð/ur á viðburðinn og einnig ef þú vilt afskrá þig.

Skrá mig á póstlista VR