imageAlt
24
jan
12:00-13:00
Gylfi Dalmann

Gylfi Dalmann fer yfir þá þætti sem skapa virði starfsmanna og ræðir um starfsþróun og atvinnuhæfni. Rýnt verður í undirbúning launaviðtalsins og kenndar mismunandi aðferðir í samningatækni sem geta nýst í launaviðtali. Einnig verður farið yfir það hvernig launakönnun VR getur nýst félagsmönnum þegar kemur að launaviðtalinu. Auk þess verður farið yfir hvernig má leggja mat á eigið vinnuframlag, styrkleika og veikleika og koma auga þau tækifæri sem eru til staðar.

Niðurstöður í Launakönnun VR undanfarin ár hafa sýnt að þeir félagsmenn sem hafa farið í launaviðtal bæti starfskjör sín.

Fyrirlesturinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Þeir sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.

Skrá mig á viðburð

Aðrir atburðir

Skrá mig á póstlista VR