imageAlt
23
sep
8:30-10:00

Leiðbeinandi: Anna Steinsen, eigandi og þjálfari hjá KVAN

Rannsóknir sýna að markmið virka vel til þess að auka hvatningu og frammistöðu. Þeir sem setja sér vel ígrunduð markmið og skrifa þau niður verða einbeittari og sýna meiri þrautseigju þegar á móti blæs. Það að ná markmiðum eykur svo einnig sjálfstraust okkar og trú á eigin getu. Margir vita hinsvegar ekki hvernig þeir eiga að setja sér raunhæf og heilbrigð markmið. Á þessu örnámskeiði fer Anna yfir allt það sem skiptir máli varðandi markmiðasetningu og þátttakendur fá tækifæri til þess að setja sér sín eigin markmið.

Námskeiðið verður einungis í boði rafrænt í gegnum samskiptaforrit. Nánari upplýsingar um framkvæmd námskeiðsins verða sendar á þátttakendur síðar.

Skrá mig á streymið

Aðrir atburðir

Skráðu þig á Mínar síður til þess að sjá ef þú ert skráð/ur á viðburðinn og einnig ef þú vilt afskrá þig.

Skrá mig á póstlista VR