imageAlt
24
sep
12:00-13:00

Leiðbeinendur: Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða og Gerður Björk Guðjónsdóttir, skrifstofu- og markaðsstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Lífeyrismálin virka oft flókin og of oft bíðum við fram á síðustu stundu með að kynna okkur réttindi okkar hjá lífeyrissjóðunum. Lífeyrisvit er nýtt fræðsluverkefni á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem farið er yfir lífeyrismálin í heild sinni, hlutverk lífeyrissjóða annarsvegar og hlutverk almannatrygginga hins vegar, starfsemi lífeyrissjóða og lífeyrisréttindi almennt. Lífeyrisvit er hugsað fyrir starfsfólk fyrirtækja og félagsmenn stéttarfélaga. Þórey, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, fer yfir ýmis atriði er varða lífeyriskerfið í heild sinni og útskýrir hvað það er sem skiptir máli þegar kemur að lífeyrisréttindum.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er lífeyrissjóður félagsmanna VR og fer Gerður yfir sérstök réttindamál sem eiga við fyrir þá sem greiða í þann sjóð.

Fyrirlesturinn verður opinn á Mínum síðum VR til 30. nóvember 2020.

Skrá mig á viðburð

Aðrir atburðir

Skráðu þig á Mínar síður til þess að sjá ef þú ert skráð/ur á viðburðinn og einnig ef þú vilt afskrá þig.

Skrá mig á póstlista VR