imageAlt
28
nóv
8.00-12.00

VR býður á ráðstefnu um forvarnir gegn kulnun. Markmið ráðstefnunnar er að fá saman fjölbreytta fræðimenn til að veita góð ráð um hvernig hægt er að viðhalda góðri heilsu og fyrirbyggja kulnun en einnig hvernig hægt er að snúa við óheillavænlegri þróun með lífsstílsbreytingum. VR var leiðandi í íslensku samfélagi við að vekja athygli á kulnun og hvaða áhrif hún getur haft á einstaklinga. Nú vill VR taka þátt í því að vekja athygli á forvörnum gegn kulnun og hvað fólk getur gert til að stuðla að heilbrigði og vellíðan í amstri dagsins. Fyrirlesarar verða:

  • Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og framkvæmdarstjóri Forvarna, fjallar um mikilvægi jafnvægis á milli vinnu og einkalífs.
  • Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, fjallar um svefn og mikilvægi hans.
  • Ingibjörg Loftsdóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur hjá VIRK, fjallar um mikilvægi hreyfingar.
  • Erla Gerður Sveinsdóttir, yfirlækni hjá Heilsuborg og lýðheilsufræðingur, fjallar um næringu og mataræði.

Í lokin verður svo boðið upp á pallborð með öllum fyrirlesurum þar sem hægt verður að spyrja spurninga.

Fundarstjóri verður Sölvi Tryggvason, sjónvarpsmaður og rithöfundur en hann hefur talað opinskátt um sína reynslu af alvarlegri kulnun ásamt því hvernig hann hefur unnið sig aftur til heilsu með fjölbreyttum aðferðum.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, 28. nóvember. Morgunmatur verður í boði frá kl. 08:00 og ráðstefnan hefst kl. 08:30.

Skrá mig á viðburð Skrá mig á streymið

Aðrir atburðir

Skráðu þig á Mínar síður til þess að sjá ef þú ert skráð/ur á viðburðinn og einnig ef þú vilt afskrá þig.

Skrá mig á póstlista VR