imageAlt
24
okt
12.00-13.00

Í síðustu kjarasamningum samdi VR um styttri vinnuviku fyrir félagsmenn sína. Vinnutímastytting tekur í gildi
1. janúar 2020
og samkomulag skal hafa náðst um framkvæmd vinnutímastyttingar fyrir 1. desember 2019. Samið verður um hvernig styttri vinnuvika verður útfærð á hverjum vinnustað fyrir sig. 

Þessi fyrirlestur er til upplýsinga fyrir félagsmenn VR um styttingu vinnuvikunnar og ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar samtalið á sér stað inni á vinnustaðnum.

Farið verður yfir tillögur að útfærslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi valkosta:
   a) Hver dagur styttist um 9 mínútur
   b) Hver vika styttist um 45 mínútur
   c) Safnað upp innan ársins
   d) Vinnutímastyttingu með öðrum hætti

Nánari upplýsingar um styttingu vinnuvikunnar hér.

Sérfræðingar VR munu svo taka við fyrirspurnum varðandi styttingu vinnuvikunnar og önnur tengd kjaramál í lok kynningar. Við hvetjum alla félagsmenn VR til að skrá sig.

Ef þú hefur ekki tök á að mæta er hægt að skrá sig á streymi hér.

Athugið að um sama fyrirlestur er að ræða og var haldinn 26. september sl.

Skrá mig á viðburð

Aðrir atburðir

Skráðu þig á Mínar síður til þess að sjá ef þú ert skráð/ur á viðburðinn og einnig ef þú vilt afskrá þig.

Skrá mig á póstlista VR