imageAlt
10
jan
09:00-10:00

Fyrirlesari: Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir

Vöruhús tækifæranna er vefgátt ætluð fólki á þriðja æviskeiðinu, árunum eftir fimmtugt. Tilgangur Vöruhúss tækifæranna er að tengja fólk sem vill gera breytingar á lífi sínu og feta jafnvel nýjar slóðir á einn eða annan hátt. Vöruhús tækifæranna heldur utan um efni og leiðir til aðstoðar við að leita tækifæra til mótunar við þróttmikið þriðja æviskeið.
Vöruhúsið er samstarfsverkefni þriggja aðila, U3A Reykjavík, Vísinda- og tæknigarðs Kaunas í Litháen og MBM miðstöðvarinnar í þjálfun og þróun í Liverpool.
Sjá nánar á vef Vöruhúss tækifæranna hér.

Kynningarfundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar.

Þeir sem ekki komast á kynningarfundinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.

 

Skrá mig á viðburð