Þeir félagsmenn VR sem keyptu hjá okkur gjafabréf hjá WOW air eftir 28. mars 2018 en hafa ekki nýtt bréfin eða hafa keypt fyrir þau og flugferð var ekki farin á vegum WOW air, vegna gjaldþrots félagsins 28. mars 2019, geta fengið þau endurgreidd hjá VR.

 

Endurgreiðsla WOW air gjafabréfa VR

Til að fá gjafabréf endurgreitt þarf að skila inn eftirfarandi gögnum til VR:

Hægt verður að sækja um endurgreiðslu á gjafbréfum WOW air hjá VR til og með fimmtudagsins 20. júní 2019. Reikna má með endurgreiðsla muni berast félagsmönnum 30 dögum eftir að fullnægjandi gögnum hefur verið skilað til VR.

VR áskilur sér rétt til að hafna umsóknum ef gögn eru ekki fullnægjandi að mati félagsins.