Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf er í boði fyrir félagsmenn VR.

VR býður félagsmönnum sínum einstaklingsráðgjöf varðandi leiðir í námi eða þróun í starfi. Slík ráðgjöf byggir á því að aðstoða félagsmenn við að hefja leitina að námi, auka við endurmenntun og vinna að stöðugri starfsþróun. Ráðgjöfin miðast við að mæta einstaklingum á þeirra forsendum. Hægt er að óska eftir viðtölum þar sem er unnið með styrkleika hvers og eins og fá leiðsögn varðandi lífsvenjur sem geta stuðlað að betri einbeitingu í námi. Einnig er í boði aðstoð fyrir þá einstaklinga sem eru í námi að samræma nám og starf sem getur verið flókið og krefst góðs skipulags.

Um náms- og starfsráðgjöf

Taktu stjórnina í eigin hendur fyrir nám eða starfsþróun
Þú getur tekið næstu skref fyrir náms- og/eða starfsferil með því að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa hjá VR. Ráðgjöfin grundvallast á þínum þörfum og óskum. Þegar hugmyndir hafa mótast um hvert hugurinn stefnir þá hefst undirbúningur fyrir þær breytingar sem eru framundan:

  • Hvar liggur áhugasviðið mitt?
  • Hvar liggja styrkleikar mínir?
  • Að taka næstu skref. Hvar er best að byrja?
  • Hvaða leið hentar mínu áhugasviði og minni reynslu?

Áhugaverðir tenglar

Óskaðu eftir ráðgjöf

Á skrifstofu VR í Reykjavík, Kringlunni 7, starfar náms- og starfsráðgjafi, Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir.

Hægt er að hafa samband og panta tíma í  síma 510-1700 eða á netfangið katrinth@vr.is.