Kosningar 2018

Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2018 - 2020 hófst 
kl. 9:00 þriðjudaginn 6. mars 2018 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 13. mars 2018. Atkvæðagreiðslan er rafræn. Kosið er á milli 27 frambjóðenda til sjö sæta í stjórn.

Kosningu er lokið.
 

Hverjir hafa atkvæðisrétt?

Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir fullgildir VR-félagar. Á kjörskrá eru einnig eldri félagsmenn (hættir atvinnuþátttöku vegna aldurs) sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt a.m.k. 50 mánuði af 60 á síðustu fimm árum áður en þeir urðu 67 ára.

Upplýsingar til atkvæðisbærra félagsmanna

Allir atkvæðisbærir félagsmenn fá sendar upplýsingar í tölvupósti um hvernig atkvæðagreiðslan fer fram. Aðgang að rafrænum atkvæðaseðli má finna hér fyrir ofan. Þeir sem ekki hafa aðgang að atkvæðaseðli en telja sig eiga rétt til þátttöku í atkvæðagreiðslunni geta sent erindi til kjörstjórnar á netfangið kjorstjorn@vr.is eða í pósti merktum Kjörstjórn VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir lok kjörfundar. Kærufrestur er til loka kjörfundar.

Hvernig á að kjósa?

Kosningin fer fram á vefsíðu VR, sjá hnapp hér fyrir ofan. Þar skráir þú þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Þá opnast atkvæðaseðill í nýjum vafra og upplýsingar um hvernig þú átt að bera þig að við að greiða atkvæði. Ef þú ert ekki með Íslykil eða rafræn skilríki getur þú sótt um á island.is. Rétt er að benda á að úthlutun sæta í stjórn á grundvelli niðurstöðu kosninganna fer fram með svokallaðri fléttuaðferð, þ.e. karlar og konur raðast til skiptis í sætin. Sjá nánar í 20. grein laga VR.