Arnþór Sigurðsson

Fæðingardagur og -ár
9. apríl 1966

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Forritari hjá Prógramm ehf. Ég hef unnið ýmis störf í matvælaiðnaði, bæði í kjötvinnslum og verslun. Söðlaði síðan um og hóf störf í tölvugeiranum. Hef starfað sem forritari hjá Prógramm ehf. síðastliðin þrettán ár.
Tók tölvubraut Iðnskólans í Reykjavík ásamt því að sitja nokkur námskeið við Háskólann í Reykjavík í tölvunarfræði. Er einnig menntaður kjötiðnaðarmaður með meistararéttindi í kjötiðn.

Netfang
addisig@simnet.is 


Reynsla af félagsstörfum

Reynsla mín af félagsstörfum er margvísleg. Þegar ég var í iðnnámi tók ég virkan þátt í kjarabaráttu iðnnema, bæði með félögum mínum í iðnnemasambandinu og jafnframt á mínum vinnustað. Eftir iðnnámið hélt ég áfram þátttöku í kjaramálum með Félagi Íslenskra Kjötiðnaðarmanna í nokkur ár. Einnig hef ég starfað innan íþróttahreyfingarinnar sem sjálfboðaliði og setið í stjórn frjálsíþróttadeildar Breiðabliks, verið formaður Frjálsíþróttasamband Íslands í tvö ár og hef setið í aðalstjórn Breiðabliks. Af öðrum félagsstörfum, hafa sveitarstjórnarmál tekið drjúgan tíma. Þar hef ég haft tækifæri til þess að kynnast margvíslegum nefndarstörfum á vegum Kópavogsbæjar. Lengst af hef ég setið í Félagsmálaráði Kópavogsbæjar og síðar í Velferðarráði Kópavogsbæjar ásamt því að taka sæti sem varamaður í bæjarstjórn Kópavogs og bæjarráði Kópavogs. Ég hef setið í stjórn VR sem aðalmaður frá 2018-2021 og setið sem varamaður 2021-2022. Hef jafnframt tekið þátt í ýmsu nefndarstarfi á vegum VR.


Helstu áherslur

  • Að standa vörð um réttindi og hagsmuni allra félagsmanna.
  • Enn frekari stytting vinnuvikunnar.
  • Að veikindaréttur vegna veikinda barna verði aukinn.
  • Lægstu laun verði miðuð við að fólk geti lifað með reisn í samfélaginu.
  • Sjóðakerfi VR þarf að endurskoða með það í huga að útvíkka notkun styrkja úr Varasjóði VR og jafnframt að fjölga flokkum sem eru tekjuskattsfríir eins og útgjöld vegna læknaþjónustu og tannlæknaþjónustu.
  • Gerður verði samfélagssáttmáli verkalýðshreyfingarinnar um að útrýma fátækt í landinu.
  • Að lífeyrissjóðirnir verði markvist dregnir út úr fjárfestingum í íslensku atvinnulífi og einbeiti sér meira að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í samvinnu við byggingarfélög sem eru ekki hagnaðardrifin.
  • VR haldi áfram að vinna ötullega að húsnæðismálum með öðrum verkalýðsfélögum og skapa þannig heilbrigðan leigumarkað fyrir almenning með lágmarksávöxtun.
  • Barist verði fyrir því að húsnæðisverð verði fjarlægt út úr vísitölum.