Jón Steinar Brynjarsson

Fæðingadagur og -ár
17. október 1994.

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni.

Vinnustaður, starf og menntun
Ég hef unnið hjá Samkaupum við afgreiðslu í tæp sjö ár, þar af sem verslunarstjóri í Nettó Búðakór í Kópavogi í á þriðja ár. Alla mína starfstíð hef ég verið félagsmaður í VR (og VS fyrir sameiningu). Ég útskrifaðist úr fagnámi verslunar og þjónustu frá Verzlunarskóla Íslands 2020 og lauk stúdentsprófum frá sama skóla samhliða náminu. Ég var í fyrsta hópnum sem lauk þessu nýja fagnámi sem Verzlunarskólinn býður upp á í samvinnu við starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks en Samkaup var meðal fyrstu samstarfsaðila þessarar námsbrautar. Þá stundaði ég skiptinám við Colegio da Polícía Militar í Palmas, Tocantins í Brasilíu í eitt ár á vegum AFS skiptinemasamtakanna.

Netfang: jon.steinar94@gmail.com
Facebook: Jón Steinar Brynjarsson

Smelltu hér til að horfa á kynningarmyndband Jóns Steinars


Reynsla af félagsstörfum

Ég iðkaði Taekwondo á yngri árum og var þjálfari í þeirri íþrótt í Keflavík og Grindavík. Þar þjálfaði ég ýmsa aldurshópa, börn á grunnskólaaldri, unglinga og einnig fullorðna.

 


Helstu áherslur

Tæknibreytingar eru um þessar mundir að gerbreyta starfsumhverfi verslunarfólks. Kröfur um hvers kyns færni fara vaxandi og því tel ég brýnt að efla starfsnám þannig að allir verslunarmenn sem vilja bæta hæfni sína til starfa geti sótt sér fræðslu án þess að þurfa að skerða kjör sín um leið. Ég kynntist þessu vel í fagnámi verslunar og þjónustu sem ég sinnti samhliða fullu starfi, en sú þekking sem ég aflaði mér í fagnáminu hefur reynst mér afar gagnleg. Ég tel að auka þurfi tækifæri til hvers kyns fagmenntunar verslunarfólks líkt og þekkist í löndunum í kringum okkur. Aukin hæfni gerir störfin verðmætari og getur þar með orðið eitthvert öflugasta tæki sem völ er á til að bæta kjörin. Um leið er fagmenntun og viðurkenning á fagþekkingu leið til að hefja verslunarstörf til vegs og virðingar.