Sigurður Sigfússon

Fæðingadagur og -ár
1. maí 1948.

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni.

Vinnustaður, starfsheiti og menntun
Stundaði nám við Samvinnuskólann á Bifröst og framhaldsnám við Norska Samvinnuskólann. Seinna kennari við Samvinnuskólann á Bifröst en ráðinn til Olíufélagsins hf. ESSO/N1/Festi árið 1983. Hef starfað þar síðan sem rekstrarstjóri bensínstöðva, svæðisstjóri, þjónustustjóri og markaðsfulltrúi og núna í starfi fyrir Starfsmannafélag N1 og Festivals.

Netfang: siggi@n1.is


Reynsla af félagsstörfum

Hef setið í stjórn VR frá 1996, fyrst sem varamaður, en aðalmaður í stjórn frá 2000. Hef m.a. verið formaður sjúkrasjóðs VR. Setið í laganefnd. Verið formaður stjórnar orlofssjóðs VR frá 2012. VR veitir félagsmönnum sínum mikla og góða þjónustu og er ég stoltur af störfum mínum fyrir félagið. Ég er viss um að það er kostur að vera með breiðan aldurshóp í 15 manna stjórn og gef því kost á mér til áframhaldandi stjórnarsetu.


Helstu áherslur

Orlofssjóður VR. Orlofshúsum og íbúðum orlofssjóðs hefur fjölgað um helming á undaförnum árum úr 40 í 80 eignir. Auk þess er komið frábært tjaldsvæði í Miðhúsaskógi, stórbætt aðstaða fyrir umsjónarmanninn þar og ný vélaskemma. Ein ástæða fyrir því að ég bíð mig aftur fram til stjórnarsetu fyrir VR er að mig langar, sem formaður Orlofssjóðs, til að halda þessari uppbyggingu áfram.

Í kjaramálum mun ég áfram standa vörð um lífskjarasamninginn, sem okkar leið til að
tryggja kaupmátt. Hækkun á persónuafslættinum kemur okkur öllum til góða.
Krónutala í stað % hækkana. Fjarvinna verður eitt af stóru málum næstu kjarasamninga.

Jafnlaunavottunin er mikilvægt tæki í baráttunni fyrir launajöfnuði kynjanna og jafnrétti.

Gera þarf breytingar á Varasjóði VR með það að markmiði að hann þjóni betur þeim félagsmönnum sem eru á lægstu laununum. Ég hef beitt mér fyrir úrbótum á þessu sviði og mun halda því áfram.