Þórir Hilmarsson

Fæðingardagur og -ár
27. október 1983.

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni.

Vinnustaður, starfsheiti og menntun
Ég hef verið félagsmaður í VR frá því ég hóf störf fimmtán ára gamall.  Árið 2008 lauk ég sveinsprófi í skósmíði frá þá Iðnskólanum í Reykjavík, nú Tækniskólanum. Hafði þá unnið í og með á skóverkstæðum frá því ég byrjaði á vinnumarkaðnum. Hef einnig starfað við ýmis önnur störf tengd verslun á starfsævinni. Ég hef starfað sem skósmiður hjá Skómeistaranum Smáralind frá árinu 2011.


Reynsla af félagsstörfum 

Ég hef alla ævi haft áhuga á félagsstörfum almennt og yfirleitt verið virkur á hverjum vettvangi sem ég hef komið nálægt, hvort sem það tengist störfum mínum eða öðrum sviðum lífsins.  Ég hef setið í stjórn Landssambands skósmiða frá árinu 2009 til 2021.
Ég hef setið í stjórn VR sem varamaður og tekið þátt í störfum stjórnar í nefndum og á stjórnarfundum. Auk þess hef ég, sem faðir tveggja stúlkna, verið virkur í foreldrafélagsstarfi hjá þeim og verið bekkjarfulltrúi hjá báðum, svo dæmi séu nefnd.

Stjórnarmaður Landssambands skósmiða 2009-2021
Varastjórnarmaður VR 2020-2021
Trúnaðarráð VR 2020-2021.

Ég hef síðastliðið ár verið í eftirtöldum nefndum VR;
Orlofsnefnd
Framkvæmdastjórn sjúkrasjóðs
Framtíðarnefnd
Umhverfisnefnd
og auk þess setið sem formaður styrktarnefndar.


Helstu áherslur

Félagið okkar hefur unnið mikið og gott starf undanfarin ár en eftirfarandi eru þær áherslur sem standa mér næst og ég vil leggja áherslu á, ef ég verð hluti af komandi stjórn félagsins:

  • Að lágmarkslaun dugi til framfærslu.
  • Beinir styrkir t.d. vegna líkamsræktar, tannlæknakostnaðar og sálfræðiþjónustu.
  • Orlofsmál.
  • Kjaramál vegna fjarvinnu (hvar liggur línan milli heimilis og vinnu).
  • Aukinn stuðningur til félagsmanna sem hafa misst vinnuna.
  • Auka við fræðsluefni fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum.
  • Einnig þurfum við að horfa til félagsmanna okkar á Suðurnesjum.
  • Ég tel að við ættum að gera vefsíðuna enn betri og auka aðgengi allra félagsmanna að upplýsingum um réttindi sín, til dæmis með því að fræðslu- og kynningarefni félagsins verði í boði á flestum þeim tungumálum sem félagsmenn líta á sem sitt móðurmál, auka fræðsluefni og gera það aðgengilegra.

VR er sterkt félag og ég vona að ég geti tekið þátt í mótun þess á komandi árum í þágu félagsmanna með fersk sjónarmið og traust félagsmanna mér að baki. Hvert atkvæði skiptir máli og hvet ég ykkur öll til að kjósa sama hver hlýtur þitt atkvæði.