Þórir Hilmarsson

Fæðingardagur og -ár
27. október 1983

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Ég hef verið félagsmaður í VR frá því ég hóf störf fimmtán ára gamall. Árið 2008 lauk ég sveinsprófi í skósmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík, nú Tækniskólanum. Hafði þá unnið í og með á skóverkstæðum frá því ég byrjaði á vinnumarkaðnum. Hef einnig starfað við ýmis önnur störf tengd verslun á starfsævinni. Ég hef starfað sem skósmiður hjá Skómeistaranum Smáralind frá árinu 2011.

Netfang: thorir83@gmail.com 

Horfa á kynningarmyndband hér.


Reynsla af félagsstörfum

Ég var stjórnarmaður Landssambands skósmiða 2009-2012. Ég hef setið í stjórn VR frá 2020-2023. Var varastjórnarmaður VR 2020-2021. Stjórnarmaður VR 2021-2023. Hef setið í Sjálfbærniráði Íslands frá 2022 til dagsins í dag. Ég hef tekið virkan þátt í starfi VR og hef síðastliðin tímabil verið í eftirtöldum nefndum VR;

 • Framkvæmdastjórn Orlofsnefndar
 • Umhverfisnefnd
 • Styrktarnefnd
 • Framtíðarnefnd
 • Framkvæmdastjórn sjúkrasjóðs

Auk þess setið sem formaður styrkjanefndar VR 2020-2022 og formaður framkvæmdastjórnar Sjúkrasjóðs VR 2022.


Helstu áherslur

 • Aukinn kaupmáttur.
 • Lágmarkslaun dugi til framfærslu.
 • Klára QR kóða athugasemdakerfi fyrir orlofshús.
 • 30 daga orlofsréttur fyrir alla.
 • Veikindaréttur vegna barna til 18 ára.
 • Aukinn stuðningur vegna vinnumissis.
 • Meira fræðsluefni fyrir ungt fólk á atvinnumarkaði.
 • Beinir styrkir t.d. vegna líkamsræktar, tannlækna og sálfræðinga.

Ég sé krefjandi vegferð framundan en er tilbúinn að takast á við þær áskoranir af fullum krafti og vinna sleitulaust að því að ná fram markmiðum VR.
Ég er félagsmaður með skýra framtíðarsýn, skuldbindingu við gildi mín og réttindi vinnandi fólks. Nái ég kjöri mun ég vinna að því að hjá VR sé vettvangur virðingar, tækifæra til framfara og umhverfi þar sem stutt er við félagsfólk svo það geti dafnað.
Ég bið um þitt atkvæði svo við getum saman haft áhrif og byggt upp bjartari framtíð fyrir félagsfólk VR.


Ég heiti Þórir Hilmarsson og er í framboði til stjórnar VR

Ég er með mikla reynslu og hef skýra framtíðarsýn fyrir félagið okkar VR. Grunngildi mín eru traust, virðing og framfarir. Þetta eru þau gildi sem hafa verið hornsteinn í nálgun minni að störfum félagsins. Ég hef stefnt heilshugar að því að byggja upp traust milli stjórnar og félagsmanna og tryggja að rödd ykkar, þeirra sem ég starfa fyrir, heyrist. Ég legg jafnframt mikla áherslu á virðingu og vil að það endurspeglist í samskiptum mínum við samstarfsfólk mitt í stjórninni og ykkur, félaga VR.

Auk þessara gilda hef ég staðfasta trú á komandi framförum, sem hafa áhrif á líf okkar allra óháð störfum eða stéttum. Heimurinn er að breytast hratt og við sem félag verðum að halda í við þessa þróun og hröðu breytingar sem eru að eiga sér stað. Það er mitt mat að tækni og menntun séu bestu leiðirnar til að tryggja að félagsfólk sé búið þeirri færni sem það þarf til að vaxa og dafna í nútímanum og eiga fleiri gæðastundir með fjölskyldunni.

Fjölskyldan mín er ávallt í forgangi í mínum félagsstörfum sem og heima fyrir. Ég skilgreini mig sem eiginmann, föður og vin: Að vera fjölskyldumaður er eitthvað sem ég tek alvarlega og hef ég ávallt reynt að hafa jákvæð áhrif á mína nánustu í mínu daglega lífi. Hugrekki er líka það sem ég hef notað sem minn drifkraft og leiðarljós í lífinu því oft er hugrekki það sem þarf til að standa að baki því sem við trúum á jafnvel þó að á móti blási.


Grein frá frambjóðanda

Undanfarin ár hjá VR hef ég áorkað miklu og er tilbúinn og fús til að gera enn meira verði ég kosinn í stjórn VR. Það er mín ástríða að láta gott af mér leiða og um leið að bæta líf og kjör vinnandi fólks á Íslandi. Ég skynja að vegurinn framundan hjá VR sé krefjandi, en ég er tilbúinn að takast á við þessar áskoranir af fullum krafti og vinna sleitulaust að því að ná þeim markmiðum sem við hjá VR stefnum að.

Ég er félagsmaður með skýra framtíðarsýn, skuldbindingu við gildi mín og ástríðu fyrir vinnandi fólki. Verði ég kjörinn mun ég vinna að því að hjá stéttarfélaginu okkar sé vettvangur þar fólk nýtur virðingar, hefur tækifæri til framfara og umhverfi þar sem stutt er við okkar félagsfólk svo það geti dafnað.
Ég bið um þitt atkvæði, svo að við getum í sameiningu haft áhrif og byggt upp bjartari framtíð fyrir félagsfólk VR.