Á þessari síðu má finna ýmsar upplýsingar varðandi COVID-19.
Vinsamlegast athugið að síðan er í vinnslu.
Hér finnur þú meðal annars upplýsingar frá bönkum og öðrum lánastofnunum hvernig staðið verði að úrræðum þeirra um greiðslufrest vegna COVID-19 veirunnar. Vinsamlegast athugið að upplýsingar varðandi greiðslufresti sem hér birtast eru fengnar af vefsíðum banka og lánastofnana og eru þær birtar með fyrirvara um breytingar. Ef ósamræmi er á þeim texta sem hér birtist og á vefsíðum viðeigandi stofnana og fyrirtækja skal alltaf miða við texta á vefsíðum þeirra. Mikilvægt er að hafa samband beint við viðkomandi banka eða lánastofnun.
Lífeyrissjóðir
-
Í ljósi aðstæðna vegna efnahagslegra áhrifa af völdum COVID-19 mun lífeyrissjóðurinn veita tímabundið greiðslufrest af lánum sjóðfélaga sem eiga í tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Sjóðurinn mun í slíkum tilvikum heimila greiðslufrest í allt að sex mánuði. Afborganir verða þá frystar og bætast við höfuðstól sem þýðir að afborganir hækka eftir að greiðslufresti lýkur.
-
Ráðstöfun gagnvart sjóðfélögum í greiðsluerfiðleikum verður tímabundin frestun á afborgunum sjóðfélagalána með skilmálabreytingum lána. Hægt er að afgreiða slíkt rafrænt í samskiptum Birtu og sjóðfélaga en lokafrágangur þarf að fara sína leið á skjalapappír til sýslumanns.
-
Festa lífeyrissjóður mun leitast við að koma til móts við þá sem tekið hafa lán hjá sjóðnum og sjá fram á erfiðleika við að standa í skilum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Sjóðurinn mun veita svigrúm eftir því sem lög og reglur heimila.
-
Frjálsi lífeyrissjóðurinn mun koma til móts við þá sjóðfélaga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum lána vegna Covid-19. Til að auðvelda sjóðfélögum að takast á við mögulegar áskoranir framundan býðst þeim að gera hlé á afborgunum lána í allt að þrjá mánuði.
-
Gildi mun koma til móts við þá sem tekið hafa lán hjá sjóðnum og sjá fram á erfiðleika við að standa í skilum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og verður svigrúm veitt eftir því sem lög og reglur heimila.
-
Greiðsluhlé
Með greiðsluhlé afborgana af lánum LV er greiðendum veitt svigrúm til að bregðast við tekjusamdrætti sem þeir kunna að verða fyrir vegna þess samdráttar sem nú er í hagkerfinu og rekstri fjölmargra fyrirtækja vegna COVID-19.
Bankar
-
Arion banki kemur til móts við þá einstaklinga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna COVID-19. Þessum einstaklingum býðst að gera hlé á afborgunum lánanna í allt að þrjá mánuði til að auðvelda þeim að takast á við fyrirsjáanlegar áskoranir.
-
Íslandsbanki býður upp á frystingu afborgana lána ásamt fleiru.
-
Landsbankinn kemur með ýmsum leiðum til móts við viðskiptavini sína vegna óvæntra aðstæðna eins og atvinnuleysis, veikinda eða annars sem kann að hafa áhrif á tekjur eða fjárhagslega stöðu vegna óvenjulegra aðstæðna.
Leigufélög
-
Félagið býður leigutökum sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna veirunnar að lækka mánaðarlegar leigugreiðslur um 50% í allt að þrjá mánuði. Dreifa má þeirri upphæð sem lækkað er um yfir allt að 24 mánaða tímabil, leigutökum að kostnaðarlausu.
-
Heimavellir munu bjóða upp á greiðsluúrræði fyrir leigutaka sem verða fyrir tímabundnum tekjumissi vegna COVID-19
Tryggingafélög
-
Viðskiptavinir Sjóvár greiða ekki fyrir bílatryggingar heimilisins í maí.
-
VÍS býður viðskiptavinum sínum í greiðsluvanda upp á frystingu á greiðslum.
-
Einstaklingar og fjölskyldur fá 33% lækkun á iðgjöldum trygginga í maí.
Lánastofnanir
-
LÍN kemur til móts við greiðendur og námsmenn vegna kórónaveirunnar.
Fleiri gagnlegar upplýsingar
-
COVID-19 og börn er yfirskrift fyrirlesturs Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis á Landspitala.
-
icn-linkVefur landlæknis
-
icn-linkUpplýsingasíðan covid.is
-
icn-linkVefur Vinnumálastofnunar
-
icn-linkLeiðbeiningar Vinnueftirlitsins - Áhættumat og forvarnir vinnustaða
-
icn-linkUpplýsingar frá VR vegna COVID-19
-
icn-linkReiknivél vegna minnkaðs starfshlutfalls