08. apr.
12:00-13:00
Fyrirlesari

Lokað fyrir skráningu
Andri Studio

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Hættu að væla komdu að kæla

Leiðbeinandi: Vilhjálmur Andri Einarsson, stofnandi ANDRI ICELAND

Innblásinn af áhrifum beinnar kennslu frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Mind-Body tækninnar hefur Andri orðið vinsæll hjá þeim sem sækjast eftir umbreytandi þjálfunarupplifun. Fólk á námskeiðum hjá honum ögrar gömlum skoðanamynstrum, dýpkar skilning á öndun og enduruppgötvar getu sína til að ná stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum við það að fara ofan í ískalt vatn.

Í þessum fyrirlestri mun Andri kynna hugtök og undirstöðuatriði kenninga hans, deila sinni persónulegu vegferð og kynna áhorfendur fyrir Wim Hof öndunartækninni. Þessar aðferðir höfðu svo mikil áhrif á líf Andra að áratugir af langvarandi sárum verkjum í mjóbaki og mígreni hurfu loksins. Þessi umbreyting er það sem leiddi til þess að hann fór að miðla ávinningi og að leiðbeina öðrum í átt að sömu valdeflandi upplifun.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, 8. apríl kl. 12:00-13:00, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður og verður þar aðgengilegur í 30 daga.

Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.