07. nóv.
9:00-10:30 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams
Veiga3

Námskeið

Námskeið fyrir félagsfólk - Á móti straumnum

7. nóvember. kl. 9:00-10:30  
Leiðbeinandi: Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og umhverfisverndarsinni 

Staðan er sú að kröfur um breytingar eru háværar frá samfélaginu með tilliti til jafnréttis- og umhverfismála sem og sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Lausnin er góð upplýsingamiðlun til samfélagsins. Á þessu námskeiði fjallar Veiga um sögu sína sem kona verandi föst í karlmannslíkama í 38 ár og fer yfir hvernig það var að vera barn, unglingur og fullorðin og að burðast alltaf með leyndarmálið um hver hún var. Hún segir frá því hvernig feluleikurinn bugaði hana að lokum og varð að þunglyndi og sárum hugsunum um að deyja frekar en lifa áfram í sínum eigin líkama. Hún talar um endurfæðingu sína, batann, kajakróðurinn rangsælis í kringum Ísland og ástríðuna fyrir umhverfismálum sem vaknaði við þá vegferð. Áhrifaríkur fyrirlestur með áherslu á léttleika og því að veita innblástur til allra þeirra sem þurfa að takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn.  

Námskeiðið verður haldið í nýjum og glæsilegum sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunmatur í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Einnig er hægt að taka þátt í gegnum Teams en salurinn er vel búinn tækjabúnaði fyrir blandað námskeiðahald. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan. Við skráningu færðu áminningu á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Ef þú skráir þig sem þátttakanda rafrænt færðu sendan hlekk í tölvupóstinum. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á www.vr.is. Einnig er hægt að setja viðburðinn í dagatalið sitt með því að smella á hnapp sem birtist við skráningu.