Fréttir

Aðhald á kostnað launafólks
15. september 2025
Sama dag og seðlabankastjóri tilkynnti ákvörðun bankans um að stýrivextir skyldu standa í stað steig fjármálaráðherra fram og boðaði aukið aðhald í ríkisfjármálum. Reyndar minntist Seðlabankinn ekkert á ríkisfjármál við rökstuðning ákvörðunar sinnar, enda er almennt ekki litið svo á að núverandi verðbólgu megi rekja til útgjalda ríkissjóðs.

Stjórn VR mótmælir skerðingu atvinnuleysistrygginga
11. september 2025
Stjórn VR mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að skerða tímabil atvinnuleysistrygginga um heilt ár og lengja ávinnslutímabil réttinda, án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Stjórnin tekur undir mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og virkni fyrir fólk sem missir vinnuna en bendir á að þar er víða pottur brotinn.