Eldri Fyrirtæki ársins

Fyrirtæki ársins 2014

Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2014 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR. Þetta er annað árið í röð sem þessi fyrirtæki eru efst á lista en það hefur aldrei gerst áður að sömu fyrirtæki vinni í öllum stærðarflokkum tvö ár í röð.

Johan Rönning var valið Fyrirtæki ársins í hópi stærri fyrirtækja þar sem starfsmenn eru að lágmarki fimmtíu og er þetta þriðja árið í röð sem Rönning sigrar í þessum stærðarflokki. Miracle er Fyrirtæki ársins í hópi fyrirtækja með 20 – 49 starfsmenn og Vinnuföt í hópi fyrirtækja þar sem starfsmenn eru færri en tuttugu.

Þrjú fyrirtæki voru valin hástökkvarar ársins 2014, það eru Opin kerfi í hópi stórra fyrrtækja, Ísaga í hópi millistórra fyrirtækja og Kortaþjónustan í hópi lítilla fyrirtækja. Þessi þrjú fyrirtæki bættu sig mest á milli áranna 2013 og 2014.

VR hefur staðið fyrir könnun á kjörum og líðan félagsmanna sinna í nær tvo áratugi. Undanfarin ár hafa SFR stéttarfélag í almannaþjónustu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar lagt samskonar könnun fyrir sína félagsmenn og fjármála- og efnahagsráðuneytið fyrir aðra starfsmenn ríkisstofnana. Spurningalistar voru sendir til hátt í fimmtíu þúsund starfsmanna á vinnumarkaði og er þetta því stærsta vinnumarkaðskönnun hér á landi. 
Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu

Fyrirtæki ársins 2013

Fyrirtæki ársins 2012

Fyrirtæki ársins 2011

Fyrirtæki ársins 2010

Fyrirtæki ársins 2009

Fyrirtæki ársins 2008

Fyrirtæki ársins 2007

Fyrirtæki ársins 2006

Fyrirtæki ársins 2005

Fyrirtæki ársins 2004

Fyrirtæki ársins 2003

Fyrirtæki ársins 2002

Fyrirtæki ársins 2001

Fyrirtæki ársins 2000