Aðalfundur VR 2023
Miðvikudaginn 29. mars 2023 á Grand Hótel Reykjavík.
Fundurinn verður bæði stað- og fjarfundur.
Beint að efninu
- Orlofsvefur VR Nýtt
- Frídagar og stórhátíðir Nýtt
- Stafræn hæfni Nýtt
- Þriðja vaktin - Hugræn byrði Nýtt
Fréttir

Veiðikortið er komið í sölu
24. mars 2023
Fullgildu félagsfólki VR stendur til boða að kaupa Veiðikortið fyrir sumarið 2023. Veiðikortið veitir nær ótakmarkaðan aðgang að fjölda vatnasvæða vítt og breitt um landið. Handbók fylgir hverju korti þar sem má finna leiðbeiningar og reglur.

VR/LÍV og SVÞ undirrita tímamótasamning um aukna hæfni og þekkingu starfsfólks í verslun og þjónustu
17. mars 2023
Formaður VR og LÍV, Ragnar Þór Ingólfsson og formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, Jón Ólafur Halldórsson, undirrituðu í gær, fimmtudaginn 16. mars 2023 samstarfssamning um að vinna markvisst að hæfniaukningu í verslun og þjónustu til ársins 2030.