Fyrirtæki ársins 2025
Fréttir

Stjórn VR krefur forsætisráðherra um að draga úr launahækkunum ráðamanna
13. júní 2025
Stjórn VR mótmælir harðlega hækkunum á launum æðstu ráðamanna ríkisins og skorar á forsætisráðherra að endurskoða afstöðu sína til þeirra. Stjórn telur óboðlegt að á sama tíma og almennt launafólk er krafið um hófsemd til að bregðast við verðbólgu sem það ber enga ábyrgð á, lúti ráðamenn öðrum lögmálum.

Tjaldsvæði VR opnar
05. júní 2025
Tjaldsvæði VR í Miðhúsaskógi opnar 6. júní næstkomandi. Hægt er að bóka stæði á orlofsvef á vef VR, vr.is. Til að bóka stæði, veljið flipann „Framboð“. Þar undir er fellilisti þar sem valinn er landshluti eða svæði og er tjaldsvæðið merkt „Tjaldsvæði Miðhúsaskógi“. Verð fyrir nótt með rafmagni á hvert stæði er 4.000 kr.