Eftir-/nætur- og yfirvinna

Eftir-/nætur- og yfirvinna skv. samningi VR og SA

Vinna utan dagvinnutímabils telst eftirvinna upp að fullri dagvinnu, þ.e. 167,94 klst. hjá afgreiðslufólki en 159,27 klst. hjá skrifstofufólki. Vinna umfram það telst yfirvinna.

Næturvinna er unnin á tímabilinu 00.00-07.00. 

Yfirvinna skv. samningi VR og FA

Yfirvinna er vinna sem fer fram yfir hinn venjulega dagvinnutíma og á helgum dögum og laugardögum.

Ekki er eftirvinna samkvæmt samningi VR og FA.

Unnir tímar teknir út í fríi

Samkvæmt samningi VR og SA

Heimilt er með samkomulagi starfskrafts og atvinnurekanda, að safna frídögum vegna eftir-/nætur-/yfirvinnu, á þann hátt að eftir-/nætur-/yfirvinnutímar komi til uppsöfnunar og frítöku á dagvinnutímabili en munur dagvinnu -og eftir-/nætur-/yfirvinnutímakaups er greitt við næstu reglulegu útborgun eða komi í heild til uppsöfnunar og frítöku á dagvinnutímabili. Verðgildi unninna eftir-/nætur-/yfirvinnutíma skal lagt til grundvallar.

Samkomulag skal vera um frítöku. Frítökuréttur skv. framansögðu sem ekki hefur verið nýttur fyrir 1. maí ár hvert eða við starfslok, skal greiddur út m.v. verðgildi dagvinnustunda á greiðsludegi. Samkomulag skal vera um frítöku og hún skipulögð þannig að sem minnst röskun verði á starfsemi.

Skýring: Ein klukkustund í eftirvinnu reiknast sem 1,393 klst. í dagvinnu, ein unnin klukkustund í næturvinnu reiknast sem 1,493 klst. í dagvinnu og ein klukkustund í yfirvinnu reiknast sem 1,654 klst. í dagvinnu á skrifstofu.

Í verslun reiknast klukkustund í eftirvinnu sem 1,382 klst. í dagvinnu, ein klukkustund í næturvinnu reiknast sem 1,481 klst í dagvinnu og ein klukkustund í yfirvinnu reiknast sem 1,744 klst. í dagvinnu.

Samkvæmt samningi VR og FA

Heimilt er með samkomulagi milli starfsfólks og atvinnurekanda að greiða fyrir störf, sem unnin eru utan dagvinnutíma, með fríum á dagvinnutímabili, enda sé þá verðgildi unninna vinnutímaeininga þeirra er utan dagvinnu falla, lagt til grundvallar.