Fyrir fjölmiðla

Hér má finna upplýsingar um VR sem ætlaðar eru fjölmiðlum.

VR var stofnað sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 1891 af launþegum og atvinnurekendum í verslunarstétt og varð hreint launþegafélag 28. febrúar 1955. Árið 2006 var nafni félagsins breytt í VR.

Tilgangur VR er að vinna að bættum kjörum og auknum réttindum félagsfólks.

Formaður VR

Formaður VR er Ragnar Þór Ingólfsson en hann var kosinn í allsherjarkosningum í mars 2017. Ragnar Þór var fyrst kosinn í stjórn VR árið 2009 og sat sem aðalmaður í stjórninni þar til hann var kosinn formaður.

Ragnar Þór starfaði lengst af sem sölustjóri hjá Erninum en síðast sem verslunar- og innkaupastjóri hjá Útilegumanninum. Hann hefur verið stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna frá árinu 2015, situr í fulltrúaráði íbúðafélagsins Bjargs og stjórn góðgerðarfélagsins Reykjavík Bacon Festival. Ragnar Þór stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Sjá litmynd


Framkvæmdastjóri og forstöðumenn VR

Framkvæmdastjóri VR er Stefán Sveinbjörnsson sem hóf störf hjá félaginu í september 2013. Stefán starfaði áður sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Háskólans á Bifröst. Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, BS próf í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. 

Forstöðumaður fjármála-og rekstrarsviðs er Oddur Gunnar Jónsson. Hann hóf störf hjá VR árið 2018.

Forstöðumaður kjaramálasviðs er Bryndís Guðnadóttir. Hún hóf störf hjá VR árið 2007.

Forstöðumaður mannauðssviðs er Herdís Rán Magnúsdóttir sem hóf störf hjá VR árið 2009.

Forstöðumaður þjónustusviðs er Þórarinn Þórsson sem hóf störf hjá VR árið 2013.

Forstöðumaður þróunarsviðs er Steinunn Böðvarsdóttir sem hefur starfað hjá VR frá árinu 1999.