VR stéttarfélag

Allt sem þú þarft að vita um VR

VR var stofnað sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 1891 af launþegum og atvinnurekendum í verslunarstétt og varð hreint launþegafélag 28. febrúar 1955. Árið 2006 var nafni félagsins breytt í VR.

Tilgangur VR er að vinna að bættum kjörum og auknum réttindum félagsmanna.

Nánar um sögu VR

Formaður VR er Ólafía B. Rafnsdóttir en hún var kosin í allsherjarkosningum í mars 2013. Ólafía er með MBA frá Háskóla Íslands, lauk námi í mannauðsstjórnun við Endurmenntun HÍ árið 2005 og verkefnastjórnun- og leiðtogaþjálfun árið 2004.

Ólafía starfaði hjá 365 miðlum ehf. á árunum 2005 til 2012 þar sem hún gegndi m.a. starfi framkvæmdastjóra mannauðssviðs. Áður starfaði hún hjá Tal og Islandia Internet og á skrifstofu VR á árunum 1989 - 1996. Hún var formaður Starfsgreinaráðs skrifstofu- og verslunargreina 2011, í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 1995-2001, varamaður í Jafnréttisráði 2001-2003 og formaður Landsliðsnefndar kvenna í handbolta 1995-1996.

Sjá litmynd, 5mb, 3500 x 3600

Framkvæmdastjóri og forstöðumenn VR

Framkvæmdastjóri VR er Stefán Sveinbjörnsson sem hóf störf hjá félaginu í september 2013. Stefán starfaði áður sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Háskólans á Bifröst. Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, BS próf í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Auk starfi framkvæmdastjóra gegnir Stefán starfi forstöðumanns fjármála- og rekstrarsviðs.

Forstöðumaður kjaramálasviðs VR er Elías G. Magnússon sem hefur starfað hjá félaginu frá árinu 1989.

Forstöðumaður þjónustu- og mannauðssviðs er Herdís Magnúsdóttir sem hóf störf hjá VR árið 2009.

Forstöðumaður þróunarsviðs er Árni Leósson sem hefur starfað hjá VR frá árinu 1990.