Spurt og svarað

Ertu með ótal spurningar varðandi styttinguna en veist ekki hvar þú átt að byrja?

Hér getur þú fundið ýmsar spurningar sem kjaramálasvið VR hefur safnað saman frá félagsmönnum og fyrirtækjum.

Ef þú hefur spurningar en finnur ekki svörin hér getur þú sent okkur spurningar á netfangið vr@vr.is

  • Vinnutímastytting VR félaga er 9 mínútur á dag, 45 mínútur á viku eða 3 klst. og 15 mínútur á mánuði án skerðingar launa.

    Vinnuskyldutímar á mánuði breytast því hjá skrifstofumanni úr 162 klst. 30 mínútum (162,5) á mánuði í 159 klst og 16 mínútur (159,27) á mánuði. Fyrir þá sem verið hafa með 171 klst. og 9 mínútur (171,15) vinnuskyldu á mánuði þá verður 100% vinna í 167 klst. og 56 mínútur (167,94

  • Sum fyrirtæki hafa sett reglur um að nýta verði uppsafnaða vinnutímastyttingu fyrir ákveðinn tíma. Það er eðlilegt að mati VR að settar séu reglur um það. Ef fyrirtækið aftur á móti kemur í veg fyrir það með einhverjum hætti að starfsmaður geti nýtt fríið þá er ekki hægt að láta það fyrnast. Annaðhvort fær starfsmaður frí síðar vegna vinnutímastyttingarinnar eða þeir tímar/dagar sem safnast hafa upp gerðir upp með yfirvinnukaupi ásamt orlofi.

  • Samningar náðust milli samningsaðila um 45 mínútur á viku. 45 mínútur á viku gera 9 mínútur á dag. Við hefðum gjarnan viljað ná að semja um lengri vinnutímastyttingu og munum vonandi gera það í næstu samningum.

  • Vinnutímastyttingin getur verið einstaklingsbundin, bundin við deildir/störf eða eins fyrir allan vinnustaðinn. Þetta fer allt eftir eðli hverrar starfsemi fyrir sig og samkomulagi sem gert er á hverjum vinnustað fyrir sig.

  • Það er í höndum hvers fyrirtækis að ákveða útfærsluna. Í einhverjum tilfellum gæti það hentað að það sé útfært út frá starfi einstaklinga, deild eða sama aðferðarfræði þvert á allt fyrirtækið.

  • Skv. gr. 2.1.11 í kjarasamningi er heimilt vegna skipulags og nauðsynlegrar samræmingar á vinnustað að gera breytingu og skal sú breyting vera tilkynnt starfsmanni með a.m.k. mánaðar fyrirvara.

    Ef einstaklingar hafa áhuga á að endurskoða samkomulagið er mælt með því að ræða slíkt t.d. í starfsmannasamtali, við yfirmann, eða í samkomulagi við samstarfsfólk í þeirri einingu sem hefur samið saman.

  • Nei, umsamin mánaðarlaun haldast óbreytt þó þú vinnir 9 mínútur skemur á dag eða 45 mínútur á viku, 3 klst. og 15 mínútum skemur á mánuði eða safnar vinnutímastyttingunni upp til töku síðar.

  • Vinnutími styttist um 9. mín. á dag eða 3 klukkutíma og 15 mín. á mánuði án skerðingar launa, sjá töflu hér.

  • Vinnutími styttist um 9. mín. á dag eða 3 klukkutíma og 15 mín. á mánuði án skerðingar launa, sjá töflu hér.

  • Já, þú átt rétt á styttingu ef þú ert í föstu og reglubundnu hlutastarfi. Þá áttu rétt á styttingu í hlutfalli við þitt starfshlutfall.
    Vinnutímastyttingin er 9 mínútur á dag miðað við fullunninn dag sem jafngildir 45 mínútna styttingu á viku eða 3 klst. og 15 mínútur á mánuði, miðað við 100% starf, án skerðingar launa.

    Ef þú vinnur t.d. 50% vinnu þá er vinnutímastyttingin þín 4,5 mínútur á dag, ríflega 22 mínútur á viku eða 1 klst. og 37 mínútur á mánuði, án skerðingar launa.

    Ef það er ekki hægt að koma því við að þú fáir styttinguna þá eykst starfshlutfallið þitt miðað við nýjar deilitölur og laun greidd/hækka í samræmi við það.

    Ef tekið er dæmi um starfsmann sem vinnur í 80% hlutastarfi þá gæti það stytting viðkomandi verið til dæmis þannig að hann vinnur fjóra daga í viku 100% en tæki frí einn dag í viku, það er 80% vinna. Í slíkum tilfellum er um að ræða 9 mínútna vinnutímastyttingu þá daga sem er unnið, yfir vikuna og mánuðinn er uppsöfnunin 80% af vinnutímastyttingunni. 80% hlutastarf er einnig hægt að vinna þannig að unnið er 80% vinna á dag, þá á starfsmaðurinn rétt á 80% af 9 mínútum í styttingu á dag sem er þá 80% af 45 mínútunum á viku og 80% af 3 klst. og 15 mínútum á mánuði.

  • Skv. kjarasamningi styttist viðveruskylda starfsmanna um þessar 9 mínútur á dag, það gerir 45 mínútur á viku eða 3 klst. og 15 mínútur á mánuði miðað við fullt starf án skerðingar launa.

    Ef aðilar ná ekki samkomulagi fyrir 1. desember nk. um það með hvaða hætti vinnutímastyttingin kemur til framkvæmdar þá styttist vinnutími starfsmanns sem nemur 9 mínútum á dag miðað við fullt starf, án skerðingar launa. Þar með fer starfsmaður 3 klukkustundum og 15 mínútum fyrr á yfirvinnu en áður, sé vinnutíminn óbreyttur.

     

  • Þú ferð fyrr á yfirvinnu frá 1. janúar 2020 þ.e. 3 klst. og 15 mínútum fyrr en áður.

  • Starfsmaður heldur sömu pakkalaunum eftir breytingu en vinnudagurinn styttist sem nemur um 9 mínútur á dag miðað við 100% starf. Útfærslan á styttingunni skal semja um fyrir 1. desember nk.

  • Í síðustu kjarasamningum var samið um að starfsmenn ættu að fá sem nemur 9 mínútna vinnutímastyttingu á dag, 45 mínútur á viku sem gera 3 klst. og 15 mínútur á mánuði án skerðingar launa.

    Félagsmenn VR eigi að njóta þessara kjara og þar með einnig þeir sem eru á markaðslaunum.

  • Þeir sem samið hafa um sveigjanlegan vinnutíma eru með viðmið um ákveðinn fjölda tíma sem skila þarf á mánuði. Ef um 100% starf er að ræða þá styttist það viðmið um 3 klst. og 15 mínútur á mánuði án skerðingar launa.

  • Já, reikna þarf tímakaupið sem þú varst með fyrir 1. janúar 2020 upp í mánaðarkaup og margfalda með 160 ef um skrifstofu er að ræða en 170 ef um verslunarstarf er um að ræða. Útkomunni er þá deilt með nýju deilitölunni sem er 167,94 í afgreiðslustarfi og 159,27 á skrifstofu. Þetta þarf að gera þar sem kjarasamningar VR ganga út frá því að samið er um mánaðarlaun og mánaðarlaun breytast ekki þó mánuðir séu mislangir eða vegna lögbundinna frídaga.

    Hægt er að nota aðra aðferðafræði en þá er tímakaup í dagvinnu hækkað um 0,46% á skrifstofu og 1,23% í verslun. Þetta á aðeins við ef þú hefur samið um tímakaup í dagvinnu sem er hærra en launataxtar skv. kjarasamningi, sjá launataxta hér.

    Hvar þessi stytting 3 klst. og 15 mínútur koma til framkvæmda innan mánaðar eða 45 mínútna vinnutímastyttingin á viku mun eiga sér stað í samtali á milli aðila.

    Auk þess muntu fá yfirvinnu greidda fyrr þ.e. eftir 167,94 tíma í verslun og eftir 159,27 klst. á skrifstofu.

  • Í slíkum tilfellum er mikilvægt að haldið sé vel utan um uppsöfnunina. Þú heldur þá áfram óbreyttu vinnufyrirkomulagi en safnar sem nemur 3 klst. og 15 mínútum í frítöku á mánuði til töku síðar. Þegar þú svo tekur fríið út verður að passa að þeim tímum eða dögum sé ekki ruglað saman við áunnið og uppsafnað orlof. Þegar vinnutímastyttingin er tekin út í fríi færðu greidd hefðbundin mánaðarlaun miðað við umsamið og hefðbundið starfshlutfall.

  • Nei, ekki varðandi uppsöfnun daga, þ.e. uppsöfnun á hverju orlofsári er óbreytt að lágmarki 24 orlofsdagar. Sjá nánar í 4 kafla kjarasamnings hver orlofsréttur starfsmanna er.
    Það sem breytist er uppsöfnun orlofsstunda þar sem vinnuskylda hvern dag verður 9 mínútum styttri frá og með 1. janúar 2020.

    Dæmi:

    • Orlofsstundir í afgreiðslustarfi fyrir 100% dagvinnu á mánuði eru núna 17,29 en verða 17,08, miðað við 24 daga orlofsrétt.
    • Orlofsstundir í skrifstofustarfi fyrir 100% starf á mánuði eru núna 16,27 en verða 16,20, miðað við 24 daga orlofsrétt.
  • Þú átt að halda þínum kjörum í veikindum, jafnt vinnutíma sem launum.

    Dæmi: Starfsmaður er veikur mánudag – miðvikudag. Hann hefur samið um að taka vinnutímastyttinguna vikulega á hverjum föstudegi, hann fer því 45 mín fyrr á föstudeginum.

    Dæmi: Starfsmaður vinnur mánudag – fimmtudags. Hann er veikur á föstudegi, vinnutímastyttingin fellur þá inn í veikindadaginn.

  • Ef þú heldur óbreyttum vinnutíma og vinnur umfram hann þá færðu yfirvinnu greidda með sama hætti og áður. Uppsafnaðir tímar vegna vinnutímastyttingu eru teknir út síðar á öðrum tíma á dagvinnulaunum án skerðingar launa.

  • Þú átt rétt á 3 klst. og 15 mínútna styttingu á mánuði sem reiknast í þínu tilfelli ekki sem 9 mínútur á vakt þar sem þú vinnur færri vinnudaga í mánuði, rétt um 15,15 vaktir í stað þess sem vinnur alla virka daga þ.e. að meðaltali 21,67 daga á mánuði. Þannig ávinnur þú þér á hverri vakt hlutfallslega lengri styttingu en á mánuði er vinnutímastyttingin sú sama og hjá þeim sem vinna alla virka daga, 13 mínútur á hverri vakt miðað við það ef unnið er að meðaltali 15,15 vaktir á mánuði miðað við 100% vinnu.

    Þú vinnur suma tíma sem eru dýrari en aðrir í gestamóttöku þannig að ef þú færð uppsöfnun á tíma sem er 33% virði áttu að fá þá greidda út á sama álagi þegar þú tekur þá út í fríi.

  • Já, þú færð líka þessa 3 klst. 15 mínútna styttingu á mánuði ef þú ert í 100% vinnusambandi. Styttingin hjá þér kemur ekki út sem 9 mínútna stytting á þínum vinnudegi heldur rétt tæplega 13 mínútur þar sem þú vinnur 15,15 daga í meðal mánuði en ekki 21,67 daga eins og starfsmaður sem vinnur alla virka daga.

  • Aðilar geta samið um að fá að sleppa kjarasamningsbundnum kaffitímum. Kaffitímar eru mislangir eftir því hvort um sé að ræða verslunarstarf eða skrifstofustarf. Útfærsla á því hvernig vinnutímastytting kemur til framkvæmdar er samkomulagsatriði á hverjum vinnustað fyrir sig.

    Þegar samið erum að sleppa kaffitímum þá skal nota virkar vinnustundir. Virkar vinnustundir á skrifstofu eru 153,86 eða 153:52 og fyrir afgreiðslustarf 155,3 eða 155:18 á mánuði. Yfirvinna greiðist þá fyrir alla tíma umfram þessa.

    Útfærslan getur verið á marga vegu, starfsmaður fer fyrr á hverjum degi, hættir fyrr eða byrjar seinna 1x í viku, aðra hverja viku eða safnar seldum kaffitímum upp til töku síðar. Mikilvægt er að halda utan um safnaða frítíma ef tímarnir eru ekki nýttir innan mánaðarins.

  • Fyrir alla tíma á skrifstofu sem unnir eru umfram 153,86 eða 153:52 klst. á mánuði eða í afgreiðslu fyrir alla tíma umfram 155,3 eða 155:18 klst. þ.e. miðað er við virkar vinnustundir.

    Skv. kjarasamningi VR og FA þá greiðist yfirvinna eftir 153,86 eða 153:52 klst.

  • Yfirvinna greiðist 3 klst. og 15 mínútum fyrr á mánuði.

  • Persónubundnir ráðningarsamningar um greidda matartíma hafa ekki áhrif á vinnutímastyttinguna, þið eigið að fá hana á sama hátt og aðrir.

    Vinnutímastytting VR félaga er 9 mínútur á dag, 45 mínútur á viku eða 3 klst. og 15 mínútur á mánuði án skerðingar launa.
    Vinnuskyldutímar á mánuði breytast því hjá skrifstofumanni úr 162,5 klst. 30 mínútum (162,5) á mánuði í 159 klst og 16 mínútur (159,27) á mánuði. Útfærslan um það hvernig vinnutímastyttingin kemur til framkvæmda eiga aðilar að semja um fyrir 1. desember nk.

  • Persónubundnir ráðningarsamningar um greidda matartíma hafa ekki áhrif á vinnutímastyttinguna, þið eigið að fá hana á sama hátt og aðrir.

    Vinnutímastytting VR félaga er 9 mínútur á dag, 45 mínútur á viku eða 3 klst. og 15 mínútur á mánuði án skerðingar launa.
    Vinnuskyldutímar á mánuði breytast því hjá afgreiðslustarfsmönnum/lager úr 171 klukkustund og 9 mínútum (171,15) á mánuði í 169 klst og 16 mínútur (169,94) á mánuði. Útfærslan um það hvernig vinnutímastyttingin kemur til framkvæmda eiga aðilar að semja um fyrir 1. desember nk.

  • Þar sem fyrir eru tíma- og viðverukerfi skal haldið utan um uppsafnaða frítíma vegna vinnutímastyttingar í því kerfi. Stofna þarf væntanlega nýja reiknireglu í kerfinu vegna uppsöfnunar frítíma og nýtingu á uppsöfnuðum frítíma vegna vinnutímastyttingarinnar. Er það því á ábyrgð stjórnanda/fyrirtækis. Í einhverjum tilfellum heldur starfsmaður sjálfur utan um tímana sína og þar með ber honum einnig að halda utan um uppsöfnun á frítíma og úttekt á honum. Eðlilegt er að hann upplýsi yfirmann eða starfsmannahald fyrirtækisins um stöðuna með reglubundnum hætti sem aðilar semja um.

    VR hvetur fyrirtæki að láta uppsöfnun vegna vinnutímastyttingar koma fram á launaseðlum starfsmanna, eins og eðlilegt er með uppsöfnun orlofs og uppsöfnun hvíldartíma skv. gr. 2.4.2. í kjarasamningi.

  • Það er í höndum hvers fyrirtækis að ákveða útfærsluna. Sett hefur verið upp reiknivél sem hægt er að nota við að sjá hver vinnutímastyttingin verður fyrir félagsmenn eftir starfshlutfalli þeirra. Skoða má reiknivélina hér.

  • Það er eðlilegt að trúnaðarmaður VR á hverjum vinnustað fyrir sig hefji umræður við atvinnurekanda um útfærsluna á vinnutímastyttingunni. Trúnaðarmaður kemur upplýsingum á framfæri og upplýsir aðila. Ef útfærsla á að vera ein og sú sama fyrir allt fyrirtækið er einnig eðlilegt að trúnaðarmaður sé talsmaður starfsmanna, að hann hitti samstarfsmenn og komi óskum þeirra á framfæri. Hjá sumum fyrirtækjum gæti jafnvel verið í boði nokkrar útfærslur sem þarf að kjósa um og er þá eðlilegt að trúnaðarmaður sé með fyrirtækinu í því ferli.

  • Drög að samkomulagi um það hvernig vinnutímastyttingin verður útfærð hjá hverjum vinnustað fyrir sig, hverri deild fyrir sig eða við hvern einstakling er að finna hér.

  • VR og stéttarfélög innan Landssambands íslenzkra verzlunarmanna eru einu stéttarfélögin sem eru með hreina vinnutímastyttingu sem tekur gildi þann 1 janúar nk.

  • Það er ekki nauðsynlegt, við mælum þó með að nota tækifærið og rýna í ráðningarsamninga og uppfæra þá með tilliti til þessarar vinnutímastyttingar.

  • Ef viðmiðið er vinnutími samkvæmt núverandi vinnutímaskilgreiningu kjarasamnings þá styttist vinnutíminn frá og með 1. janúar nk. um 3 klst og 15 mínútur á mánuði eða 45 mínútur á viku.

  • Kaffihlé samkvæmt kjarasamningi VR og SA eru ekki á ákveðnum tíma á dagvinnutímabilinu. Á skrifstofu er um að ræða 15 mínútna kaffihlé yfir daginn fyrir þá sem vinna fullt starf og það getur verið hvort heldur fyrripartinn eða seinnipartinn. Í afgreiðslustörfum er eitt 35 mínútna kaffihlé á dagvinnutíma miðað við fullt starf og því er oft skipt upp á vinnustöðum. Hægt er að selja allt neysluhlé/kaffihlé eða hluta af því.

  • Ef starfsmaður fær ekki styttingu á vinnutíma einhverra hluta vegna þá eykst starfshlutfall viðkomandi, sé hann í hlutastarfi og hann reiknast fyrr á yfirvinnu í hverjum mánuði, þ.e. 3 klst. og 15 mínútum fyrr.

  • Tímaskráning á rauðum dögum á að vera með sama hætti og virka daga þannig að uppsöfnun er sú sama. Ef samið hefur verið um að vinnutímastytting sé tekin út á skilgreindum dögum, s.s. á hverjum föstudegi og sá dagur fellur á rauðan dag þá fellur vinnutímastyttingin inn í rauða daginn.

  • Ekki til uppsöfnunar ef vinnutímastytting er tekin út í dögum og safnast upp yfir nokkra mánuði eða árið.

    Ef aftur vinnutímastyttingin er tekin/nýtt innan mánaðar þá er framkvæmdin með eftirfarandi hætti:
    Ef samið hefur verið um að vinnutímastytting sé tekin út á skilgreindum dögum, s.s. á hverjum föstudegi og sá dagur er t.d. orlofsdagur hjá starfsmanni þá fellur vinnutímastyttingin inn í þann dag.
    Ef starfsmaður er búinn að vera í orlofi frá mánudegi til fimmtudags og kemur svo til vinnu á föstudegi þá á viðkomandi rétt á vinnutímastyttingu þann dag, það er, ef vinnutímastyttingin er tekin út vikulega.