Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Reiknivel_1.jpg

Almennar fréttir - 10.01.2019

Námskeið fyrir launafulltrúa

VR heldur námskeið fyrir launafulltrúa fimmtudaginn 17. janúar nk. kl. 9:00 – 12:00.

Megináhersla er á þekkingu launafulltrúa á kjarasamningum, uppbyggingu launaseðla og skyldur atvinnurekenda um upplýsingar jafnhliða launagreiðslum. Þjálfun í útreikningum á yfirvinnu, stórhátíðarkaupi og vaktarálögum og vinnutíma eru mikilvægir þættir á námskeiðinu. Meginverkefni námskeiðsins er að launafulltrúar reikni út launagreiðslur frá grunni.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar.
Leiðbeinendur: Guðmundur Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Félagsmálaskóla alþýðu, og Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs.

Skráningu á námskeiðið má finna hér.