Forsidufrettamynd Copy

Almennar fréttir - 01.03.2024

VR blaðið er komið út!

Fyrsta tölublað VR blaðsins fyrir árið 2024 er komið út og er því dreift með pósti til félagsfólks næstu daga. Tölublaðið er að mestu helgað kosningum í félaginu en að þessu sinni eru 13 frambjóðendur að bjóða sig fram til stjórnar félagsins. Nánari upplýsingar um kosningarnar og frambjóðendur eru að finna hér.

Björn Berg, fjármálaráðgjafi og fyrirlesari, fjallar um heimilisfjármálin og hvaða reglur við getum tileinkað okkur til að halda fjármálunum sem öruggustum.

Yfir helmingur allra VR félaga hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi á ferlinum. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun sem félagið lét gera meðal 30.000 VR félaga á haustmánuðum 2023. 

VR/LÍV og Samtök verslunar og þjónustu gerðu með sér samstarfssamning um að vinna markvisst að hæfniaukningu starfsfólks í verslun og þjónustu til ársins 2030. 

Kjaramálasvið VR svarar algengum spurningum um uppsagnarfrest í blaðinu og má lesa nánar um það hér.

Leiðari formanns, viðtal við trúnaðarmann og krossgátan eru að sjálfsögðu á sínum stað í blaðinu auk ýmiss annars fróðleiks.